„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 06:55 Óttast er að altjón hafi orðið í húsinu sem var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira