„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 06:55 Óttast er að altjón hafi orðið í húsinu sem var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira