Fólkið á Grund bólusett og takmarkanir minnkaðar í næstu viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2021 14:35 Hjúkrunarheimilið Grund við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Bólusetningu heimilismanna Grundarheimilanna lauk fyrir helgi. Frá og með 1. febrúar verður hægt að minnka þær takmarkanir sem verið hafa á heimsóknum aðstandenda til heimilismanna. Þó er ekki reiknað með eðlilegu ástandi fyrr en í fyrsta lagi í byrjun sumars. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, segir í pistli á heimasíðu heimilanna að breytingarnar verði kynntar í lok vikunnar. Tíu dagar þurfi að líða frá síðari bólusetningasprautunni. „Ekki verður hægt að hafa allt eins og áður var, því eftir er að bólusetja starfsfólkið. Vonandi verður það gert í apríl eða maí mánuði og þannig fáum við eðlilegt líf á heimilin okkar þrjú í byrjun sumars,“ segir Gísli Páll. Hann hrósar heilbrigðisráðherra fyrir „fumlaus og markviss“ vinnubrögð í nánu samstarfi við Evrópusambandið sem hafi tryggt Íslandi yfir milljón skammta af bóluefni sem dugi til að bólusetja rúmlega alla þjóðina. Aðeins liggur fyrir um dreifingu á bóluefni fyrir þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðungi. Gísli Páll beinir í pistlinum spjótum sínum að Þjóðverjum. „Talandi um Evrópusambandið, þá las ég það í fréttum um daginn að allar þær þjóðir sem ættu aðild að því innkaupafyrirkomulagi sem hjá þeim/okkur gildir, mættu ekki reyna að útvega sér bóluefni fram hjá því samkomulagi,“ segir Gísli. „Svo sér maður einnig í fréttum að Þjóðverjar, sem ku vera nokkuð stór þjóð innan Evrópusambandsins og dulítið í forystu þess, hafi engu að síður gert slíka framhjásamninga og tryggt sér bóluefni umfram það sem Evrópusambandið var búið að semja um. Hvurslags græðgi er þetta eiginlega. Svei þeim.“ Hann vonar að litlar sem engar takmarkanir verði á heimsóknum til heimilismanna í sumar. Það verði nú munur. Eldri borgarar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, segir í pistli á heimasíðu heimilanna að breytingarnar verði kynntar í lok vikunnar. Tíu dagar þurfi að líða frá síðari bólusetningasprautunni. „Ekki verður hægt að hafa allt eins og áður var, því eftir er að bólusetja starfsfólkið. Vonandi verður það gert í apríl eða maí mánuði og þannig fáum við eðlilegt líf á heimilin okkar þrjú í byrjun sumars,“ segir Gísli Páll. Hann hrósar heilbrigðisráðherra fyrir „fumlaus og markviss“ vinnubrögð í nánu samstarfi við Evrópusambandið sem hafi tryggt Íslandi yfir milljón skammta af bóluefni sem dugi til að bólusetja rúmlega alla þjóðina. Aðeins liggur fyrir um dreifingu á bóluefni fyrir þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðungi. Gísli Páll beinir í pistlinum spjótum sínum að Þjóðverjum. „Talandi um Evrópusambandið, þá las ég það í fréttum um daginn að allar þær þjóðir sem ættu aðild að því innkaupafyrirkomulagi sem hjá þeim/okkur gildir, mættu ekki reyna að útvega sér bóluefni fram hjá því samkomulagi,“ segir Gísli. „Svo sér maður einnig í fréttum að Þjóðverjar, sem ku vera nokkuð stór þjóð innan Evrópusambandsins og dulítið í forystu þess, hafi engu að síður gert slíka framhjásamninga og tryggt sér bóluefni umfram það sem Evrópusambandið var búið að semja um. Hvurslags græðgi er þetta eiginlega. Svei þeim.“ Hann vonar að litlar sem engar takmarkanir verði á heimsóknum til heimilismanna í sumar. Það verði nú munur.
Eldri borgarar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent