Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2021 23:54 Sóttvarnalæknir og landlæknir segja mikilvægt að vera áfram á varðbergi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42