Tónlist

Daði Freyr dansar heima í stofu í „nýju“ myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði fer á kostum í myndbandinu.
Daði fer á kostum í myndbandinu.

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr gaf út nýtt myndband við lagið Where We Wanna Be fyrir tveimur dögum.

Myndbandið er ekki flókið en í því má einfaldlega sjá Daða dansa inni í stofu heima hjá sér í Berlín.

Það var Árný Fjóla unnustu Daða sem leikstýrði myndbandinu en lagið er samið af Daða Frey sjálfum.

Þetta er í rauninni í annað skipti sem Daði gefur út myndband við lagið þar sem hann sést dansa í stofunni heima. Hitt myndbandið kom út í maí á síðasta ári og er með um eina og hálfa milljón áhorfa þegar þetta er skrifað. Í athugasemdum við lagið á YouTube segir Daði að þetta sé fyrri takan fyrir myndbandið en þeim hafi þótt hin vera meira „official“. 

Þann 13. mars verður framlag Íslands í Eurovision frumflutt en Daði Freyr og Gagnamagnið flytja einmitt lagið fyrir Íslands hönd í Rotterdam í maí á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.