„Fullkomið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. janúar 2021 10:01 Heiður Ósk og Ingunn eru með þættina Snyrtiborðið með HI beauty, sem sýndir eru á miðvikudögum hér á Vísi. Vísir/Vilhelm Reykjavík Makeup School fara af stað með tveggja vikna förðunarnámskeið þar sem þú lærir vinsælustu farðanirnar í dag. Við fengum að spurja Ingunni Sig og Heiði Ósk, tvo af eigendum Reykjavík Makeup School nánar út í þetta. Ingunn og Heiður Ósk halda úti Instagram síðunni HI beauty og samnefndu hlaðvarpi en einnig eru þær með þættina Snyrtiborðið með HI beauty sem sýndir eru vikulega hér á Vísi. „Námskeiðið er fullkomið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit. Farið verður yfir húðumhirðu, grunnatriði í förðun, Beautyförðun, Smokeyförðun, Halo, Soft Glam og margt fleira.“ Ingunn og Heiður Ósk segja að námskeiðið henti byrjendum jafnt sem lengra komnum. „Námskeiðið er einnig fullkomið fyrir þá sem hafa útskrifast sem förðunarfræðingar en vilja bæta við sig aukinni kunnáttu og læra meira. Við vildum auka úrval námskeiða í skólanum og er þetta fyrsta viðbótin. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna frá einstaklingum sem vilja læra grunnförðun á sitt eigið andlit og þeim sem vilja auka við kunnáttu sína.“ View this post on Instagram A post shared by (@reykjavikmakeupschool) Minna er meira Námskeiðið inniheldur sex kennsludaga og lofa þær að nemendur læri þar heitustu farðanirnar í dag. „Að loknu námskeiði ættu nemendur að hafa náð góðum tökum á grunnatriðum í förðun og kunnáttu á sitt eigið andlit.“ Þær segja að algengustu förðunarmistök sem konur geri sé að blanda ekki nóg, það sé betra að nota minna en meira og taka sér tíma í að blanda vörunum á húðina. „Það er einnig mismunandi í hvaða röð fólk setur vörurnar á sig en það er lykilatriði að raða þeim rétt ef þú vilt að förðunin endist. Það er einnig algengt að einstaklingar farði sig með lokuð augun sem leiðir oft til þess að förðunin hverfur eða sést ekki þegar þú ert með opin augu. Það hefur verið mikil hræðsla við fljótandi farða en fljótandi farði, eða meik eins og það er oft kallað, eru orðin mun betri í dag og gefa þér fallega, náttúrulega þekju. Við segjum það síðan aldrei of oft að undirbúningur húðarinnar er algjört lykilatriði. Að nota góð krem og/eða primer er ótrúlega mikilvægt skref og svo þarf einnig að muna að draga farða niður á háls og út á eyru svo það komi engin skil.“ Hér fyrir neðan má sjá nýjasta þáttinn þeirra Ingunnar og Heiðar af Snyrtiborðið með HI beauty. Tíska og hönnun HI beauty Förðun Tengdar fréttir Notar alltaf primer svo förðunin endist út daginn „Venjulega þegar ræktin er opin þá byrja ég þar og kem svo hingað heim og græja mig eldsnöggt út og fer á fyrsta fund dagsins sem byrjar oftast ekki seinna en níu, stundum aðeins fyrr.“ 27. janúar 2021 08:01 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ingunn og Heiður Ósk halda úti Instagram síðunni HI beauty og samnefndu hlaðvarpi en einnig eru þær með þættina Snyrtiborðið með HI beauty sem sýndir eru vikulega hér á Vísi. „Námskeiðið er fullkomið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit. Farið verður yfir húðumhirðu, grunnatriði í förðun, Beautyförðun, Smokeyförðun, Halo, Soft Glam og margt fleira.“ Ingunn og Heiður Ósk segja að námskeiðið henti byrjendum jafnt sem lengra komnum. „Námskeiðið er einnig fullkomið fyrir þá sem hafa útskrifast sem förðunarfræðingar en vilja bæta við sig aukinni kunnáttu og læra meira. Við vildum auka úrval námskeiða í skólanum og er þetta fyrsta viðbótin. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna frá einstaklingum sem vilja læra grunnförðun á sitt eigið andlit og þeim sem vilja auka við kunnáttu sína.“ View this post on Instagram A post shared by (@reykjavikmakeupschool) Minna er meira Námskeiðið inniheldur sex kennsludaga og lofa þær að nemendur læri þar heitustu farðanirnar í dag. „Að loknu námskeiði ættu nemendur að hafa náð góðum tökum á grunnatriðum í förðun og kunnáttu á sitt eigið andlit.“ Þær segja að algengustu förðunarmistök sem konur geri sé að blanda ekki nóg, það sé betra að nota minna en meira og taka sér tíma í að blanda vörunum á húðina. „Það er einnig mismunandi í hvaða röð fólk setur vörurnar á sig en það er lykilatriði að raða þeim rétt ef þú vilt að förðunin endist. Það er einnig algengt að einstaklingar farði sig með lokuð augun sem leiðir oft til þess að förðunin hverfur eða sést ekki þegar þú ert með opin augu. Það hefur verið mikil hræðsla við fljótandi farða en fljótandi farði, eða meik eins og það er oft kallað, eru orðin mun betri í dag og gefa þér fallega, náttúrulega þekju. Við segjum það síðan aldrei of oft að undirbúningur húðarinnar er algjört lykilatriði. Að nota góð krem og/eða primer er ótrúlega mikilvægt skref og svo þarf einnig að muna að draga farða niður á háls og út á eyru svo það komi engin skil.“ Hér fyrir neðan má sjá nýjasta þáttinn þeirra Ingunnar og Heiðar af Snyrtiborðið með HI beauty.
Tíska og hönnun HI beauty Förðun Tengdar fréttir Notar alltaf primer svo förðunin endist út daginn „Venjulega þegar ræktin er opin þá byrja ég þar og kem svo hingað heim og græja mig eldsnöggt út og fer á fyrsta fund dagsins sem byrjar oftast ekki seinna en níu, stundum aðeins fyrr.“ 27. janúar 2021 08:01 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Notar alltaf primer svo förðunin endist út daginn „Venjulega þegar ræktin er opin þá byrja ég þar og kem svo hingað heim og græja mig eldsnöggt út og fer á fyrsta fund dagsins sem byrjar oftast ekki seinna en níu, stundum aðeins fyrr.“ 27. janúar 2021 08:01
Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00
Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30