KKÍ tilkynnir nýjan styrktaraðila bikarkeppninnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2021 18:01 Hér má sjá Helga Bjarnason, forstjóra VÍS, og Hannes Jónsson, formann KKÍ, við undirskrift samningsins milli KKÍ og VÍS. KKÍ Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti VÍS í dag sem nýjan styrktaraðila bikarkeppninnar í körfubolta. KKÍ tilkynnti þetta fyrr í dag. Körfubolti frábær forvörn „Þetta er í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu KKÍ. Hannes Jónsson, formaður KKÍ „Stuðningur fyrirtækjanna í landinu er okkur afar mikilvægur svo hægt sé að halda úti öflugu starfi. Við hjá KKÍ erum svo heppin að hafa góðan hóp fyrirtækja sem samstarfaðila og flest þeirra hafa verið í mörg ár með okkur. Núna bætist VÍS við þennan flotta hóp sem er afar ánægjulegt, enda VÍS eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins.“ „VÍS er nú einn af stóru samstarfsaðilum okkar og það verður gaman að sjá nafn VÍS í bikarkeppninni. Þrátt fyrir það langa stopp sem hefur verið í keppnishaldi, þá er virkilega jákvætt að VÍS bikarinn muni fara á loft í vor þegar við krýnum VÍS bikarmeistara karla og kvenna. Því er mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir nýja samstarfinu við VÍS sem má segja að sé afmælisgjöf til sambandsins ─ en á morgun, föstudaginn 29. janúar, mun KKÍ fagna 60 ára afmæli sínu.“ Við kynnum til leiks VÍS BIKARINN VÍS er nýr bakhjarl bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands Sjá nánar https://t.co/QwT1BJMeEa#visbikarinn #vis #korfubolti pic.twitter.com/mJ7RXifYBo— KKÍ (@kkikarfa) January 28, 2021 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS „Við erum stolt af samstarfinu og höfum mikla trú á KKÍ sem hefur unnið ötullega að því að auka vinsældir þessarar frábæru íþróttar síðustu ár. Iðkendum hefur fjölgað einna mest í körfubolta og er nú næst stærsta boltaíþróttin á eftir fótbolta. Við erum ánægð að geta lagt okkar af mörkum til þess að styrkja enn frekar öflugt starf KKÍ. Hreyfing hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú þegar alheimsfaraldurinn skekur heimsbyggðina. Ég er ekki í nokkrum vafa að bikarkeppnin í vor verður æsispennandi og það verður gaman að sjá hverjir hljóta VÍS BIKARINN!“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Körfubolti frábær forvörn „Þetta er í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu KKÍ. Hannes Jónsson, formaður KKÍ „Stuðningur fyrirtækjanna í landinu er okkur afar mikilvægur svo hægt sé að halda úti öflugu starfi. Við hjá KKÍ erum svo heppin að hafa góðan hóp fyrirtækja sem samstarfaðila og flest þeirra hafa verið í mörg ár með okkur. Núna bætist VÍS við þennan flotta hóp sem er afar ánægjulegt, enda VÍS eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins.“ „VÍS er nú einn af stóru samstarfsaðilum okkar og það verður gaman að sjá nafn VÍS í bikarkeppninni. Þrátt fyrir það langa stopp sem hefur verið í keppnishaldi, þá er virkilega jákvætt að VÍS bikarinn muni fara á loft í vor þegar við krýnum VÍS bikarmeistara karla og kvenna. Því er mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir nýja samstarfinu við VÍS sem má segja að sé afmælisgjöf til sambandsins ─ en á morgun, föstudaginn 29. janúar, mun KKÍ fagna 60 ára afmæli sínu.“ Við kynnum til leiks VÍS BIKARINN VÍS er nýr bakhjarl bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands Sjá nánar https://t.co/QwT1BJMeEa#visbikarinn #vis #korfubolti pic.twitter.com/mJ7RXifYBo— KKÍ (@kkikarfa) January 28, 2021 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS „Við erum stolt af samstarfinu og höfum mikla trú á KKÍ sem hefur unnið ötullega að því að auka vinsældir þessarar frábæru íþróttar síðustu ár. Iðkendum hefur fjölgað einna mest í körfubolta og er nú næst stærsta boltaíþróttin á eftir fótbolta. Við erum ánægð að geta lagt okkar af mörkum til þess að styrkja enn frekar öflugt starf KKÍ. Hreyfing hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú þegar alheimsfaraldurinn skekur heimsbyggðina. Ég er ekki í nokkrum vafa að bikarkeppnin í vor verður æsispennandi og það verður gaman að sjá hverjir hljóta VÍS BIKARINN!“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga