Út frá ljótum misskilningi hittust Steinunn og Sigurður ekki í 44 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2021 10:30 Steinunn segir magnaða ástarsögu í Íslandi í dag á Stöð 2. Steinunn Helga Hákonardóttur fékk verðlaun fyrir ástarsögu sem hún sendi inn í ástarsögukeppni Morgunblaðsins. Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni. Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni.
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira