Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 33-22 | Stórsigur Hauka Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. janúar 2021 20:00 Vísir/Vilhelm Haukar unnu sinn fyrsta sigur eftir 120 daga hlé á Þór Ak. á Ásvöllum í dag. Fyrstu mínútur leiksins voru spennandi en Haukar gáfu í snemma og skildu liðin að, 33-22. Haukar komu sér yfir á fyrstu mínútum leiksins. Þegar stundarfjórðungur var búinn af fyrri hálfleik náðu Þórsarar að koma sér yfir en það var ekki nema í tvö mörk, 5-7. Haukar gáfu þá í og eftir það var ekki aftur snúið. Þegar flautað var til fyrri hálfleiks var staðan 14-10, Haukum í vil. Í seinni hálfleik héldu Haukamenn áfram að gefa í og Þórsarar voru með enginn svör, hvorki við sóknarleik né varnarleik Hauka. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik var staðan 22-17. Eins og fyrr segir voru Þórsarar ekki með neinar lausnir og skildu liðin að 33-22. Afhverju unnu Haukar? Haukaliðið í heild sinni voru virkilega góðir í dag. Virkilega sterkur varnarleikur sem Þór Ak. áttu erfitt með að finna svör við og margir að taka af skarið sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum voru það Orri Freyri Þorkellsson með 8 mörk og Darri Aronsson með 5 mörk. Adam Haukur og Atli Már voru með 4 mörk hvor. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar og Andri Sigmarsson Scheving var góður í markinu með 7 bolta varða, 25% markvörslu. Hjá Þór Ak. voru það Ihor Kopyshynskyi með 6 mörk og Karolis Stropus með 5 mörk. Markverðir Þórsarar, Jovan og Arnar voru með 4 bolta varða hvor. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórsara var ekki upp á marga fiska. Þeir áttu erfitt með að finna svör við gríðarlega sterkum varnarleik Hauka. Þeir voru fínir varnarlega í fyrri hálfleik en það dugði ekki til. Hvað gerist næst? Haukar sækja Aftureldingu heim í Varmá 3. febrúar kl. 18.00. Þór Ak. taka á móti Fram einnig 3. febrúar kl. 19:00. Aron Kristjánsson: Við erum sterk liðsheild og þetta var bara frábært Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna á móti Þór Ak. í dag þar sem Haukar unnu 33-22 í fyrsta leik sínum eftir 120 daga Covid- pásu. ,,Þetta er mjög ánægjulegt. Þetta er búið að vera mjög langur tími, óeðlilega langur undirbúningstími. En það er virkilega gott að byrja aftur og nú koma leikirnir í hrönnum og það er gott að byrja svona vel. Við erum sterk liðsheild og þetta var bara frábært.“ Tjörvi Þorgeirsson spilaði fyrstu sóknirnar í leiknum en fór svo útaf eftir að hafa fengið hné í læri, aðspurður hvort að Tjörvi sé á leiðinni á meiðslalistann hafði Aron þetta að segja: ,,Nú sjáum við hvernig hann verður á morgun, hann var í lagi meðan hann var heitur og var inná. Við verðum að sjá hvernig hann verður á morgun, hleypur hann þetta ekki bara af sér.“ Björgvin Páll var ekki í hóp Hauka í dag vegna þess að hann er í sóttkví eftir EM. Einnig fengu ungir Haukastrákar fengu að spreyta sig í leiknum í dag. ,,Við vorum að vonast til að Bjöggi myndi losna úr sóttkví í dag. Við treystum Andra og Magga 100% í þetta verkefni og Andri stóð sig mjög vel í dag í markinu, enda var vörnin sterk. Annars eru allir heilir, við eins og öll lið höfum verið að glíma við smávæginleg meiðsli í pásunni en það eru allir heilir í dag,“ sagði Aron að lokum. Halldór Örn Tryggvason: Við vorum hræðilegir í seinni Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þór Ak. var vonsvikin með frammistöðu sinna manna á móti Haukum í dag. Lokatölur leiksins, 33-22 fyrir Haukum. ,,Við vorum hræðilegir í seinni, þetta var leikur í fyrri, 14-10 og við töluðum um í hálfleik að halda áfram að vera duglegir,“ sagði Halldór í leikslok. Valþór Atli Guðrúnarson, leikstjórnandi Þórs Akureyri datt úr axlalið í síðasta leik á móti Val og leikur ekki með liðinu í næstu leikjum en ekki er hægt að skrifa frammistöðu liðsins alfarið á það. ,,Ég tek þetta fullkomnlega á mig. Auðvitað er Valþór gríðarlega stór biti hjá okkur og hræðilegt að missa hann en við getum ekkert gert í því núna, hann er bara búinn. Það eru bara nýir menn inn.“ Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi báru sóknarleik Þórsara á herðum sér og virðist sem aðrir hiki við að taka af skarið. ,,Það eru fleiri, við erum með fullt af ungum og góðum drengjum sem eru duglegir að keyra á þetta, sumir voru bara off í dag. Það koma bara svoleiðis dagar en ég tek ekki neitt af Haukunum, þeir voru frábærir.“ Í seinni hálfleik missteig Arnþór Þorri sig og þurfti að fara útaf og fá aðhlynningu ,,Hann missteig sig, hann er bólginn. Við teipum hann og þá verður hann góður.“ ,,Það er Fram í næsta leik, heima á miðvikdaginn. Það er gott að fá heimaleik, það eru þrír dagar til stefnu til að fara yfir þetta þannig við gerum það bara,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Haukar Þór Akureyri
Haukar unnu sinn fyrsta sigur eftir 120 daga hlé á Þór Ak. á Ásvöllum í dag. Fyrstu mínútur leiksins voru spennandi en Haukar gáfu í snemma og skildu liðin að, 33-22. Haukar komu sér yfir á fyrstu mínútum leiksins. Þegar stundarfjórðungur var búinn af fyrri hálfleik náðu Þórsarar að koma sér yfir en það var ekki nema í tvö mörk, 5-7. Haukar gáfu þá í og eftir það var ekki aftur snúið. Þegar flautað var til fyrri hálfleiks var staðan 14-10, Haukum í vil. Í seinni hálfleik héldu Haukamenn áfram að gefa í og Þórsarar voru með enginn svör, hvorki við sóknarleik né varnarleik Hauka. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik var staðan 22-17. Eins og fyrr segir voru Þórsarar ekki með neinar lausnir og skildu liðin að 33-22. Afhverju unnu Haukar? Haukaliðið í heild sinni voru virkilega góðir í dag. Virkilega sterkur varnarleikur sem Þór Ak. áttu erfitt með að finna svör við og margir að taka af skarið sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum voru það Orri Freyri Þorkellsson með 8 mörk og Darri Aronsson með 5 mörk. Adam Haukur og Atli Már voru með 4 mörk hvor. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar og Andri Sigmarsson Scheving var góður í markinu með 7 bolta varða, 25% markvörslu. Hjá Þór Ak. voru það Ihor Kopyshynskyi með 6 mörk og Karolis Stropus með 5 mörk. Markverðir Þórsarar, Jovan og Arnar voru með 4 bolta varða hvor. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórsara var ekki upp á marga fiska. Þeir áttu erfitt með að finna svör við gríðarlega sterkum varnarleik Hauka. Þeir voru fínir varnarlega í fyrri hálfleik en það dugði ekki til. Hvað gerist næst? Haukar sækja Aftureldingu heim í Varmá 3. febrúar kl. 18.00. Þór Ak. taka á móti Fram einnig 3. febrúar kl. 19:00. Aron Kristjánsson: Við erum sterk liðsheild og þetta var bara frábært Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna á móti Þór Ak. í dag þar sem Haukar unnu 33-22 í fyrsta leik sínum eftir 120 daga Covid- pásu. ,,Þetta er mjög ánægjulegt. Þetta er búið að vera mjög langur tími, óeðlilega langur undirbúningstími. En það er virkilega gott að byrja aftur og nú koma leikirnir í hrönnum og það er gott að byrja svona vel. Við erum sterk liðsheild og þetta var bara frábært.“ Tjörvi Þorgeirsson spilaði fyrstu sóknirnar í leiknum en fór svo útaf eftir að hafa fengið hné í læri, aðspurður hvort að Tjörvi sé á leiðinni á meiðslalistann hafði Aron þetta að segja: ,,Nú sjáum við hvernig hann verður á morgun, hann var í lagi meðan hann var heitur og var inná. Við verðum að sjá hvernig hann verður á morgun, hleypur hann þetta ekki bara af sér.“ Björgvin Páll var ekki í hóp Hauka í dag vegna þess að hann er í sóttkví eftir EM. Einnig fengu ungir Haukastrákar fengu að spreyta sig í leiknum í dag. ,,Við vorum að vonast til að Bjöggi myndi losna úr sóttkví í dag. Við treystum Andra og Magga 100% í þetta verkefni og Andri stóð sig mjög vel í dag í markinu, enda var vörnin sterk. Annars eru allir heilir, við eins og öll lið höfum verið að glíma við smávæginleg meiðsli í pásunni en það eru allir heilir í dag,“ sagði Aron að lokum. Halldór Örn Tryggvason: Við vorum hræðilegir í seinni Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þór Ak. var vonsvikin með frammistöðu sinna manna á móti Haukum í dag. Lokatölur leiksins, 33-22 fyrir Haukum. ,,Við vorum hræðilegir í seinni, þetta var leikur í fyrri, 14-10 og við töluðum um í hálfleik að halda áfram að vera duglegir,“ sagði Halldór í leikslok. Valþór Atli Guðrúnarson, leikstjórnandi Þórs Akureyri datt úr axlalið í síðasta leik á móti Val og leikur ekki með liðinu í næstu leikjum en ekki er hægt að skrifa frammistöðu liðsins alfarið á það. ,,Ég tek þetta fullkomnlega á mig. Auðvitað er Valþór gríðarlega stór biti hjá okkur og hræðilegt að missa hann en við getum ekkert gert í því núna, hann er bara búinn. Það eru bara nýir menn inn.“ Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi báru sóknarleik Þórsara á herðum sér og virðist sem aðrir hiki við að taka af skarið. ,,Það eru fleiri, við erum með fullt af ungum og góðum drengjum sem eru duglegir að keyra á þetta, sumir voru bara off í dag. Það koma bara svoleiðis dagar en ég tek ekki neitt af Haukunum, þeir voru frábærir.“ Í seinni hálfleik missteig Arnþór Þorri sig og þurfti að fara útaf og fá aðhlynningu ,,Hann missteig sig, hann er bólginn. Við teipum hann og þá verður hann góður.“ ,,Það er Fram í næsta leik, heima á miðvikdaginn. Það er gott að fá heimaleik, það eru þrír dagar til stefnu til að fara yfir þetta þannig við gerum það bara,“ sagði Halldór að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti