Finnst þér jafnvel eins og þú eigir alltaf að vera í leit að ástinni þegar þú ert ekki í sambandi eða upplifir þú kannski enga pressu frá samfélaginu?
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sagðist mikill meiri hluti einhleypra finna fyrir einhvers konar pressu að eignast maka.
Könnuninni var að þessu sinni kynjaskipt og mátti greinilega sjá að konur upplifa meiri pressu að ganga út en karlar. 74% kvenna sögðust finna fyrir mikilli eða einhverri pressu á móti 60% karlmanna en nákvæmari niðurstöður er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Niðurstöður*
KONUR:
Já, mikilli pressu - 31%
Já, stundum - 43%
Sjaldan - 13%
Aldrei - 13%
KARLAR:
Já, mikilli pressu - 18%
Já, stundum - 42%
Sjaldan - 17%
Aldrei - 23%
Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.