Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2021 10:27 Akureyri var sannkölluð vetrarparadís um helgina. Fólk flykktist í fjallið, í sundlaugina og vel bókað var á veitingastaði og hótel bæjarins. Vísir/Tryggvi Páll Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými. Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar ætlar að funda í dag og fara yfir möguleg viðbrögð vegna ábendinga lögreglu sem lokaði fyrir aðgang gesta í laugarinnar á laugardag þar sem heldur þétt var setið í heitum pottum. „Síðdegis á laugardaginn fékk lögreglan tilkynningu um að mikill mannfjöldi væri í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í heitu pottunum. Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að heildarfjöldi gesta var vel innan leyfilegra marka en í pottunum var þétt setið,“ sagði í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær. „Var aðgengi að sundlauginni lokað að kröfu lögreglu það sem eftir var dags og starfsfólki gert að koma betra skipulagi á hlutina sem og að bæta úr merkingum við heitu pottana áður en að starfsemin yrði opnuð aftur daginn eftir.“ Þvo sér eftir útiveru dagsins Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og hefur verið undanfarin fjórtán ár. Hún segir Akureyri hafa fyllst um helgina sem sé eðlilegt um helgar eftir að skíðavertíðin er hafin. „Hér var mikið af aðkomufólki. Fjallið var eins og best verður á kosið, veðrið dásamlegt og hópar á gönguskíðum, vélsleðum og skíðum. Fólk vill fara í sund og þvo sér eftir útiveru dagsins,“ segir Elín. Seint á laugardaginn hafi verið ákveðið að beiðni lögreglu að hleypa ekki fleirum ofan í. Áður hafði afgreiðsla verið stöðvuð um stund yfir daginn af sömu ástæðu að sögn Elínar. „Fólk hópast ofan í suma potta,“ segir Elín og verið sé að skoða viðbrögð í framhaldinu. Tveggja metra skilti alls staðar Sundlaugin hefur leyfi sem miðast við fjölda skápa að sögn Elínar. Laugin megi nota helming skápanna sem eru alls rúmlega 400. Rúmlega 200 fullorðnir gestir megi því vera hverju sinni í lauginni. Reglulega sé þó talið yfir daginn til að passa upp á að ekki séu fleiri en 100 manns á útisvæði. Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.Akureyri.is „Við vorum vel innan marka,“ segir Elín og var sundlaugin opin í gær, sunnudag, og áfram í dag án vandkvæða. Lögreglan hafi mælt með ákveðnum hlutum. Til dæmis að merkja hámarksfjölda sem megi vera í hverjum potti. „Við vorum með tveggja metra skilti fyrir en það er spurning hvort þetta virki eitthvað betur,“ segir Elín. Þegar gestum sé bent á reglurnar séu svörin oft á þá leið að um fjölskyldu sé að ræða, eða vinahóp sem sé í nánum tengslum. Tveggja metra reglan eigi því ekki við. „Þetta er erfitt en við erum engu að síður að fara yfir hvaða viðbragða við munum grípa til.“ Kalla meira í hátalarana Svo gæti farið að þau þurfti að fækka fólki enn meira á álagstímum um helgar þegar bærinn fyllist af skíðafólki. Þau ætli að fara yfir reglurnar og sjá hvort þau séu að misstíga sig eitthvað, sem Elín telur þó ekki vera. Kannski sé tilefni til að kalla meira í hátalarana, á nokkurra mínútna fresti og minna á reglurnar. Hún nefnir að nú þegar sé gengið reglulega að pottunum og rætt við fólk. Megnið af fólki sé kurteist en einhverjir geri athugasemdir, eins og hefur verið tilfellið í öðrum sundlaugum á landinu. „Ef þú ert í tíu manna hópi, þið eruð saman í íbúð þá finnst fólki það mega vera saman í potti,“ segir Elín. Tíu hafa greinst með Covid-19 smit innanlands undanfarna viku og hafa allir verið í sóttkví. Þegar horft er á stöðu mála í Evrópu er Ísland eins og vin í eyðimörkinni. „Það er sjálfsagt þannig að þegar svona lítið smit er í landinu þá minnkar það að fólk passi sig. Við verðum líka að muna að fólk er úti og ekki í þröngu illa loftræstu rými,“ segir Elín og veltir fyrir sér hvort tveggja metra reglan ætti að gilda þar. Tveggja metra reglan líklega áfram Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að slaka á takmörkunum fyrr. „Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skíðasvæði Sundlaugar Ferðalög Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar ætlar að funda í dag og fara yfir möguleg viðbrögð vegna ábendinga lögreglu sem lokaði fyrir aðgang gesta í laugarinnar á laugardag þar sem heldur þétt var setið í heitum pottum. „Síðdegis á laugardaginn fékk lögreglan tilkynningu um að mikill mannfjöldi væri í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í heitu pottunum. Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að heildarfjöldi gesta var vel innan leyfilegra marka en í pottunum var þétt setið,“ sagði í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær. „Var aðgengi að sundlauginni lokað að kröfu lögreglu það sem eftir var dags og starfsfólki gert að koma betra skipulagi á hlutina sem og að bæta úr merkingum við heitu pottana áður en að starfsemin yrði opnuð aftur daginn eftir.“ Þvo sér eftir útiveru dagsins Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og hefur verið undanfarin fjórtán ár. Hún segir Akureyri hafa fyllst um helgina sem sé eðlilegt um helgar eftir að skíðavertíðin er hafin. „Hér var mikið af aðkomufólki. Fjallið var eins og best verður á kosið, veðrið dásamlegt og hópar á gönguskíðum, vélsleðum og skíðum. Fólk vill fara í sund og þvo sér eftir útiveru dagsins,“ segir Elín. Seint á laugardaginn hafi verið ákveðið að beiðni lögreglu að hleypa ekki fleirum ofan í. Áður hafði afgreiðsla verið stöðvuð um stund yfir daginn af sömu ástæðu að sögn Elínar. „Fólk hópast ofan í suma potta,“ segir Elín og verið sé að skoða viðbrögð í framhaldinu. Tveggja metra skilti alls staðar Sundlaugin hefur leyfi sem miðast við fjölda skápa að sögn Elínar. Laugin megi nota helming skápanna sem eru alls rúmlega 400. Rúmlega 200 fullorðnir gestir megi því vera hverju sinni í lauginni. Reglulega sé þó talið yfir daginn til að passa upp á að ekki séu fleiri en 100 manns á útisvæði. Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.Akureyri.is „Við vorum vel innan marka,“ segir Elín og var sundlaugin opin í gær, sunnudag, og áfram í dag án vandkvæða. Lögreglan hafi mælt með ákveðnum hlutum. Til dæmis að merkja hámarksfjölda sem megi vera í hverjum potti. „Við vorum með tveggja metra skilti fyrir en það er spurning hvort þetta virki eitthvað betur,“ segir Elín. Þegar gestum sé bent á reglurnar séu svörin oft á þá leið að um fjölskyldu sé að ræða, eða vinahóp sem sé í nánum tengslum. Tveggja metra reglan eigi því ekki við. „Þetta er erfitt en við erum engu að síður að fara yfir hvaða viðbragða við munum grípa til.“ Kalla meira í hátalarana Svo gæti farið að þau þurfti að fækka fólki enn meira á álagstímum um helgar þegar bærinn fyllist af skíðafólki. Þau ætli að fara yfir reglurnar og sjá hvort þau séu að misstíga sig eitthvað, sem Elín telur þó ekki vera. Kannski sé tilefni til að kalla meira í hátalarana, á nokkurra mínútna fresti og minna á reglurnar. Hún nefnir að nú þegar sé gengið reglulega að pottunum og rætt við fólk. Megnið af fólki sé kurteist en einhverjir geri athugasemdir, eins og hefur verið tilfellið í öðrum sundlaugum á landinu. „Ef þú ert í tíu manna hópi, þið eruð saman í íbúð þá finnst fólki það mega vera saman í potti,“ segir Elín. Tíu hafa greinst með Covid-19 smit innanlands undanfarna viku og hafa allir verið í sóttkví. Þegar horft er á stöðu mála í Evrópu er Ísland eins og vin í eyðimörkinni. „Það er sjálfsagt þannig að þegar svona lítið smit er í landinu þá minnkar það að fólk passi sig. Við verðum líka að muna að fólk er úti og ekki í þröngu illa loftræstu rými,“ segir Elín og veltir fyrir sér hvort tveggja metra reglan ætti að gilda þar. Tveggja metra reglan líklega áfram Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að slaka á takmörkunum fyrr. „Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skíðasvæði Sundlaugar Ferðalög Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira