Dóra Björt segir gífuryrði og uppspuna einkenna pólitíkina í borginni Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 11:24 Dóra Björt, Líf og Vigdís hafa tekist harkalega á í borgarstjórninni það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir enda á því. vÍsir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir það hafa verið áfall að uppgötva hversu frjálslega „ákveðnir“ stjórmálamenn umgangast sannleikann. „Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira