Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 14:50 Frá mótmælum í Moskvu í gær. AP/Alexander Zemlianichenko Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. Vísa þeir sömuleiðis til þess að Navalní hafi brotið af sér á skilorði vegna meiðyrðamáls sem höfðað var gegn honum fyrir ummæli um gamlan rússneskan hermann. Þetta kemur fram í frétt Moscow Times um yfirlýsingu saksóknara. Þar að auki var hafin rannsókn gegn Navalní í desember vegna meintra fjársvika þar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér milljónir úr andspillingarsamtökum sínum. Navalní gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi vegna þess máls. Navalní og bandamenn hans segja öll þrjú málin vera til sprottin af pólitískum rótum. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Réttarhöldin yfir Navalní vegna skilorðsbundna dómsins hefjast á morgun. Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Navalní hafði þá verið í Þýskalandi frá því í sumar, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Fjölskylda hans og bandamenn fluttu hann í dái til Þýskalands. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Varðandi gamla hermanninn, þá kallaði Navalní hann og nokkra aðra aðila svikara, svo eitthvað sé nefnt. Hermaðurinn, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og hinir tóku þátt í kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Samkvæmt rússneskum lögum gæti Navalní verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar vegna meiðyrðanna meintu. Samanlagt gæti Navalní varið allt að átján og hálfu ári í fangelsi vegna þessara þriggja mála. Undanfarnar tvær helgar hafa umfangsmikil mótmæli farið fram vegna handtöku Navalnís víðsvegar um Rússland. Rúmlega fimm þúsund manns eru sögð hafa verið handtekin vegna mótmæla í gær. Eftirlitsamtök segja að mótmælendur hafi verið barðir af lögreglu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Boðað hefur verið til nýrra mótmæla á morgun, þegar réttarhöldin hefjast. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Vísa þeir sömuleiðis til þess að Navalní hafi brotið af sér á skilorði vegna meiðyrðamáls sem höfðað var gegn honum fyrir ummæli um gamlan rússneskan hermann. Þetta kemur fram í frétt Moscow Times um yfirlýsingu saksóknara. Þar að auki var hafin rannsókn gegn Navalní í desember vegna meintra fjársvika þar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér milljónir úr andspillingarsamtökum sínum. Navalní gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi vegna þess máls. Navalní og bandamenn hans segja öll þrjú málin vera til sprottin af pólitískum rótum. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Réttarhöldin yfir Navalní vegna skilorðsbundna dómsins hefjast á morgun. Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Navalní hafði þá verið í Þýskalandi frá því í sumar, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Fjölskylda hans og bandamenn fluttu hann í dái til Þýskalands. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Varðandi gamla hermanninn, þá kallaði Navalní hann og nokkra aðra aðila svikara, svo eitthvað sé nefnt. Hermaðurinn, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og hinir tóku þátt í kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Samkvæmt rússneskum lögum gæti Navalní verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar vegna meiðyrðanna meintu. Samanlagt gæti Navalní varið allt að átján og hálfu ári í fangelsi vegna þessara þriggja mála. Undanfarnar tvær helgar hafa umfangsmikil mótmæli farið fram vegna handtöku Navalnís víðsvegar um Rússland. Rúmlega fimm þúsund manns eru sögð hafa verið handtekin vegna mótmæla í gær. Eftirlitsamtök segja að mótmælendur hafi verið barðir af lögreglu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Boðað hefur verið til nýrra mótmæla á morgun, þegar réttarhöldin hefjast.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32
Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30