Fjallið mældi COVID-áhrifin á sig með því að gera armbeygjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson keppir við Eddie Hall í Las Vegas í september þar sem kraftajötnarnir tveir ætla endanlega að gera upp sín mál. Instagram/@thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn aftur af stað eftir kórónuveirusmit en hann er þó ekki hundrað prósent. Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira