Schall hefur undanfarin ár unnið við það að koma fram með uppistand en eðli málsins var lítið að gera hjá henni á síðasta ári og var það einmitt grínið sem hitti í mark á samfélagsmiðlinum vinsæla. Eitt sérstakt myndband vakti lukku og var það myndband af henni að fara yfir markmiðin sín sem voru heldur betur ekki að ganga upp en hún setti myndbandið inn 12. nóvember á síðasta ári en markmið hennar voru skrifuð niður í desember árið 2019.
Robyn er í raun orðin algjör samfélagsmiðlastjarna og í gær missti hún það hreinlega þegar forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir fór að fylgja henni á Instagram.
Robyn birti sérstakt innslag á Instagram þar sem hún hafði klætt sig smekklega upp til að tilkynna fylgjendum sínum hvað hafði í raun gerst eins og sjá má hér að neðan.