„Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2021 11:31 Eurovision-hópur Íslands 2019. Í grein á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins er fjallað um heimildarmyndina A Song Called Hate sem fjallar um för Hatara í Eurovision-keppnina árið 2019 í Tel Aviv. Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira
Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira