#TheDress gengur aftur: Er steinn í avókadóinu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:03 „Hvernig er kjóllinn á litinn?“ var spurning ársins 2015. Nú er það avókadóið. Margir muna eftir kjólnum alræmda sem fór eins og eldur í sinu um netheima í ársbyrjun 2015. Allir höfðu skoðun á málinu og fólk skipaði sér í fylkingar eftir því hvort það sá hvítan og gylltan kjól eða bláan og svartan. Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár. Lífið Grín og gaman Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár.
Lífið Grín og gaman Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira