Sprengingin var ein stærsta sprenging heimsins, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. Hún varð þegar 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni, sprungu í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút.
Efnin höfðu þá verið í vöruskemmuni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Það var síðast gert í bréfi til Diab og Michel Aoun, forseta, rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna.
Sjá einnig: Gríðarstór sprenging í Beirút
Hér má sjá myndband Sky News þar sem fjölmörg myndbönd af sprengingunni eru sýnd.
Rannsókn yfirvalda á sprengingunni hefur engum árangri skilað enn. AFP hafði eftir heimildarmönnum sínum í desember að til stæði að ákæra Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og þrjá aðra fyrrverandi ráðherra, en ekkert hefur orðið af því.
Diab sagði af sér eftrir sprenginguna í ágúst. Saad Hariri sem hafði sagt af sér tæplega ári áður vegna umfangsmikilla mótmæla í Líbanon var þá gerður svo gerður að forsætisráðherra í þriðja sinn í október. Honum hefur þó ekki enn tekist að mynda ríkisstjórn.
Sjá einnig: Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum
Nú segir fréttaveitan að sjónir rannsakenda hafi beinst að rúmlega tuttugu mönnum sem hafi verið handteknir. Stjórnmálamenn í Líbanon hafi staðið í vegi rannsakenda.
„Sex mánuðum eftir sprenginguna, er ósásættanlegt að íbúar Líbanon séu enn að bíða eftir svörum frá leiðtogum sínum.“
Þetta sagði Anne Grillo, sendiherra Frakklands í Líbanon, í yfirlýsingu í dag samkvæmt frétt AFP.
Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ferðaðist tvisvar til Beirút í kjölfar sprenginarinnar og kallaði eftir umfangsmiklum umbótum á stjórnmálakerfi landsins.
Þau áköll féllu ekki í kramið í Líbanon. Ráðandi fylkingar landsins hétu breytingum en hafa ekki staðið við það.
Íbúar Líbanon hafa staðið frammi fyrir margskonar krísur á undanförnum árum. Þær má að miklu leiti rekja til spillingar og vanstjórnar.

Efnin sem sprungu voru flutt til Beirút um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Til stóð að sigla því til Mósambík en skipstjórinn segist hafa fengið skipun um að fara til Beirút og taka þar aukafarm.
Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það.
Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp.
The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf
— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020