Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2021 18:35 Vilhjálmur Kári er nýr þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Breiðablik Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. Þetta kom fram á vef Breiðabliks nú í kvöld. Þess má til gamans geta að Vilhjálmur er faðir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, landsliðskonu og nú leikmanns Bayern München. Vilhjálmur Kári verður með öflugt teymi með sér á hliðarlínunni en Ólafur Pétursson heldur áfram sem markmannsþjálfari ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins. Þá verður Aron Már Björnsson styrktarþjálfari Íslandsmeistaranna og Úlfar Hinriksson gegnir hlutverki tæknilegs ráðgjafa. Þeir hafa allir verið í teyminu undanfarin ár. Vilhjálmur Kári þjálfaði Augnablik í Lengjudeild kvenna síðasta sumar en sagði starfi sínu lausu að loknu tímabili. Í hans stað kemur Kristrún Lilja Daðadóttir. Hún er öllum hnútum kunnug í Kópavogi þar sem hún lék á sínum tíma 225 leiki fyrir Blika og skoraði alls 113 mörk frá 1986 til 2002. „Kristrún hefur þjálfað í yfir 20 ár bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki hjá Breiðablik, Þrótti og KR. Auk þess hefur hún þjálfað U17 ára landslið Íslands,“ segir einnig á vef Blika. Vilhjálmur Kári hefur alls 25 ára reynslu af þjálfun karla og kvenna, bæði hjá FH og Breiðabliki. Einnig hefur hann starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands sem leiðbeinandi ásamt því að hafa gegn stöðu aðstoðarþjálfara U17 ára landsliðs kvenna. Þá hefur hann starfað hjá knattspyrnudeild Breiðabliks síðastliðin tvö ár sem annar af yfirþjálfurum barna- og unglingaráðs með sérstaka áherslu á starfsþróunar- og þjónustumál deildarinnar. „Það að Vilhjálmur taki við Íslandsmeistaraliði Breiðabliks og heldur tengslum við Augnablik styður vel við þá stefnu, samhliða því að Blikar stefna alltaf að því að halda sínum sessi í fremstu röð á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Blika en hana má lesa í heild sinni á vef félagsins. Hér má sjá teymið sem verður Vilhjálmi til handar.Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Kópavogur Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Þetta kom fram á vef Breiðabliks nú í kvöld. Þess má til gamans geta að Vilhjálmur er faðir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, landsliðskonu og nú leikmanns Bayern München. Vilhjálmur Kári verður með öflugt teymi með sér á hliðarlínunni en Ólafur Pétursson heldur áfram sem markmannsþjálfari ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins. Þá verður Aron Már Björnsson styrktarþjálfari Íslandsmeistaranna og Úlfar Hinriksson gegnir hlutverki tæknilegs ráðgjafa. Þeir hafa allir verið í teyminu undanfarin ár. Vilhjálmur Kári þjálfaði Augnablik í Lengjudeild kvenna síðasta sumar en sagði starfi sínu lausu að loknu tímabili. Í hans stað kemur Kristrún Lilja Daðadóttir. Hún er öllum hnútum kunnug í Kópavogi þar sem hún lék á sínum tíma 225 leiki fyrir Blika og skoraði alls 113 mörk frá 1986 til 2002. „Kristrún hefur þjálfað í yfir 20 ár bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki hjá Breiðablik, Þrótti og KR. Auk þess hefur hún þjálfað U17 ára landslið Íslands,“ segir einnig á vef Blika. Vilhjálmur Kári hefur alls 25 ára reynslu af þjálfun karla og kvenna, bæði hjá FH og Breiðabliki. Einnig hefur hann starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands sem leiðbeinandi ásamt því að hafa gegn stöðu aðstoðarþjálfara U17 ára landsliðs kvenna. Þá hefur hann starfað hjá knattspyrnudeild Breiðabliks síðastliðin tvö ár sem annar af yfirþjálfurum barna- og unglingaráðs með sérstaka áherslu á starfsþróunar- og þjónustumál deildarinnar. „Það að Vilhjálmur taki við Íslandsmeistaraliði Breiðabliks og heldur tengslum við Augnablik styður vel við þá stefnu, samhliða því að Blikar stefna alltaf að því að halda sínum sessi í fremstu röð á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Blika en hana má lesa í heild sinni á vef félagsins. Hér má sjá teymið sem verður Vilhjálmi til handar.Breiðablik
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Kópavogur Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira