Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 14:01 Þessir stuðningsmenn KR þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að geta mætt á leiki liðsins. vísir/bára Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira