„Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil.
Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum.
Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021
He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ
Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt.
Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul.
Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor.
Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots).
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021
Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY
Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn.





