Hinn 43 ára Brady varð því meistari á sínu fyrsta tímabili með Tampa Bay eftir komuna frá New England Patriots þar sem hann hafði leikið allan sinn feril í NFL.
Eins og áður sagði hefur Brady unnið sjö Super Bowl titla á ferlinum, fleiri en nokkurt annað félag í sögu NFL.
New England og Pittsburgh Steelers eru sigursælustu félögin í sögu NFL með sex titla hvort, einum færri en Brady.
Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots).
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021
Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY
New England vann alla sex titlana sína undir styrkri stjórn Bradys. Sá síðasti kom í hús 2018.
Tampa Bay hefur nú tvisvar sinnum unnið Super Bowl en liðið varð einnig meistari tímabilið 2002 eftir sigur á Oakland Raiders, 48-21.
Brady var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins í nótt en þetta er í fimmta sinn sem hann fær þá viðurkenningu, oftar en nokkur annar.
Þrátt fyrir að verða 44 ára í ágúst ætlar Brady að halda áfram að spila en hann tilkynnti það á verðlaunapallinum eftir leikinn í nótt.

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.