Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2021 12:08 Dóra Jóhannsdóttir skellti sér á Móskarðshnjúka í sumar. @dorajohanns Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis. „Að hætta að drekka var ákvörðun sem ég tók fyrir tæpum 3 árum, enda neyslan farin að hafa mikil neikvæð áhrif á líf mitt. En það reyndist þrautinni þyngra að ná því,“ segir Dóra. „Botninn varð alltaf dýpri og dýpri og fyrir ári síðan var ég búin að missa alla stjórn, líf mitt var komið í algjöra rúst og örvæntingin var rosaleg.“ Hún stóð þó ekki ein. „Ég þurfti mikla hjálp, sem ég blessunarlega fékk, og ég er óendanlega þakklát öllu fólkinu sem hefur hjálpað mér og staðið við bakið á mér í þessu bataferli. Ég hefði aldrei getað þetta ein. Ég tárast og fæ hroll þegar ég horfi á ljósmynd af mér fyrir akkúrat ári síðan,“ segir Dóra. En hún kíki reglulega á þessa mynd til að minna sig á hvaðan hún sé að koma. Eitt ár edrú í dag!!!! Að hætta að drekka var ákvörðun sem ég tók fyrir tæpum 3 árum, enda neyslan farin að hafa...Posted by Dóra Jóhannsdóttir on Sunday, February 7, 2021 „Ég hef breyst mikið og þroskast og líf mitt í dag er ótrúlega fallegt og gott og sífellt að koma mér á óvart. Ég hef fundið fyrir hamingju og frið sem ég vissi ekki að væri til! Ég er stútfull af þakklæti og vil koma því fram að ég er til staðar fyrir hvern þann sem vill hjálp við að verða edrú.“ Síðasta ár var svo sannarlega tíðindamikið hjá Dóru. Hún fór í meðferð í Svíþjóð sem virðist hafa skilað mjög góðum árangri auk þess að útskrifast úr Hússtjórnarskólanum. Tímamót Leikhús Fíkn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
„Að hætta að drekka var ákvörðun sem ég tók fyrir tæpum 3 árum, enda neyslan farin að hafa mikil neikvæð áhrif á líf mitt. En það reyndist þrautinni þyngra að ná því,“ segir Dóra. „Botninn varð alltaf dýpri og dýpri og fyrir ári síðan var ég búin að missa alla stjórn, líf mitt var komið í algjöra rúst og örvæntingin var rosaleg.“ Hún stóð þó ekki ein. „Ég þurfti mikla hjálp, sem ég blessunarlega fékk, og ég er óendanlega þakklát öllu fólkinu sem hefur hjálpað mér og staðið við bakið á mér í þessu bataferli. Ég hefði aldrei getað þetta ein. Ég tárast og fæ hroll þegar ég horfi á ljósmynd af mér fyrir akkúrat ári síðan,“ segir Dóra. En hún kíki reglulega á þessa mynd til að minna sig á hvaðan hún sé að koma. Eitt ár edrú í dag!!!! Að hætta að drekka var ákvörðun sem ég tók fyrir tæpum 3 árum, enda neyslan farin að hafa...Posted by Dóra Jóhannsdóttir on Sunday, February 7, 2021 „Ég hef breyst mikið og þroskast og líf mitt í dag er ótrúlega fallegt og gott og sífellt að koma mér á óvart. Ég hef fundið fyrir hamingju og frið sem ég vissi ekki að væri til! Ég er stútfull af þakklæti og vil koma því fram að ég er til staðar fyrir hvern þann sem vill hjálp við að verða edrú.“ Síðasta ár var svo sannarlega tíðindamikið hjá Dóru. Hún fór í meðferð í Svíþjóð sem virðist hafa skilað mjög góðum árangri auk þess að útskrifast úr Hússtjórnarskólanum.
Tímamót Leikhús Fíkn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira