Skipulagði flóttann í hálft annað ár Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2021 13:26 Peter Madsen var handtekinn á stað um 400 og 500 metrum utan veggja fangelsisins. EPA/Nils Meilvang Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun danska morðingjann og uppfinningamanninn Peter Madsen í 21 mánaða fangelsi fyrir tilraun sína til að flýja úr Herstedvester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í október í fyrra. Hann afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir kynferðisbrot og morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Danskir fjölmiðlar segja frá því að fram hafi komið að Madsen hafi verið í á hálft annað ár að skipuleggja flóttann. Dómarinn í málinu sagði við uppkvaðningu dómsins að Madsen hafi í flóttatilraun sinni beitt annað fólk grófu ofbeldi, burtséð frá því hverjar fyrirætlanir hans hafi verið. Hann hafi skipulagt flóttann í lengri tíma og misnotað þær undanþágur sem hann hafi fengið, meðal annars til að búa til gervibyssu og gervisprengibelti. Madsen sagði við meðferð málsins að ástæða þess að hann fór að skipuleggja flótta hafi verið þá að á vordögum 2019 hafi fangelsismálayfirvöld takmarkað möguleika hans á að fá heimsóknir í fangelsið. Í flóttatilrauninni tók hann fangelsissálfræðing í gíslingu og hótaði honum og fangavörðum ofbeldi. Honum tókst að komast úr út fangelsinu en var handtekinn fimm mínútum síðar, milli 400 og 500 metrum frá veggjum fangelsisins. Saksóknari fór fram á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á Wall. Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Aðkoma að sjónvarpsþáttum um leitina að Wall bjargaði foreldrum hennar Foreldrar blaðamannsins Kim Wall segja að aðkoma þeirra að sjónvarpsþáttaröð um morðið á dóttur þeirra hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau féllu ofan í djúpan og dimman pytt. 7. febrúar 2021 22:09 Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. 21. október 2020 10:19 Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Sjá meira
Danskir fjölmiðlar segja frá því að fram hafi komið að Madsen hafi verið í á hálft annað ár að skipuleggja flóttann. Dómarinn í málinu sagði við uppkvaðningu dómsins að Madsen hafi í flóttatilraun sinni beitt annað fólk grófu ofbeldi, burtséð frá því hverjar fyrirætlanir hans hafi verið. Hann hafi skipulagt flóttann í lengri tíma og misnotað þær undanþágur sem hann hafi fengið, meðal annars til að búa til gervibyssu og gervisprengibelti. Madsen sagði við meðferð málsins að ástæða þess að hann fór að skipuleggja flótta hafi verið þá að á vordögum 2019 hafi fangelsismálayfirvöld takmarkað möguleika hans á að fá heimsóknir í fangelsið. Í flóttatilrauninni tók hann fangelsissálfræðing í gíslingu og hótaði honum og fangavörðum ofbeldi. Honum tókst að komast úr út fangelsinu en var handtekinn fimm mínútum síðar, milli 400 og 500 metrum frá veggjum fangelsisins. Saksóknari fór fram á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á Wall. Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Aðkoma að sjónvarpsþáttum um leitina að Wall bjargaði foreldrum hennar Foreldrar blaðamannsins Kim Wall segja að aðkoma þeirra að sjónvarpsþáttaröð um morðið á dóttur þeirra hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau féllu ofan í djúpan og dimman pytt. 7. febrúar 2021 22:09 Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. 21. október 2020 10:19 Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Sjá meira
Aðkoma að sjónvarpsþáttum um leitina að Wall bjargaði foreldrum hennar Foreldrar blaðamannsins Kim Wall segja að aðkoma þeirra að sjónvarpsþáttaröð um morðið á dóttur þeirra hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau féllu ofan í djúpan og dimman pytt. 7. febrúar 2021 22:09
Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. 21. október 2020 10:19
Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12
Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“