Öll erum við með misjafnar þarfir tilfinningalega og líkamlega þegar kemur að ástarsaböndum og skiptir þar mestu máli að fólk nái að eiga hrein og góð samskipti varðandi væntingar sínar í þessum málum.
Vandamál í kynlífi geta verið af ýmsum toga og segja kynlífsráðgjafar að eitt af algengari vandamálum para sé mis mikil kynhvöt og kynþörf fólks í sambandi. Sá aðili sem hefur meiri kynþörf getur því upplifað höfnun á meðan aðilinn sem er með minni kynþörf upplifir pressu og að hann sé ekki að standa undir væntingum.
Vandamálin eru ólík og hafa mis mikil áhrif á okkur og ástarsamböndin okkar. Fólki getur reynst erfitt að ræða þessi vandamál við maka sinn sem getur orðið til þess að fólk verður jafnvel afhuga kynlífinu með tímanum.
Risvandamál, þurrkur í leggöngum, mikil kynhvöt, lítil kynhvöt, spéhræðsla, að festast í sömu rútínunni og frammistöðukvíði eru nokkur af fjölmörgum atriðum sem fólk getur upplifað sem vandamál í kynlífi. Í dag geta einstaklingar pör leitað sér ráðgjafar hjá bæði kynlífsráðgjöfum og kynlífsmarkþjálfum og fengið hjálp til að takast á við þessi mál.
Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi.
Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu?
Karlar svara hér:
Konur svara hér: