Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 11:32 Hinn sjötugi Sergei Lavrov hefur gegnt embætti utanríkisráðherra Rússlands frá árinu 2004. Getty/Antonio Masiello Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana. Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana.
Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55