Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 11:32 Hinn sjötugi Sergei Lavrov hefur gegnt embætti utanríkisráðherra Rússlands frá árinu 2004. Getty/Antonio Masiello Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana. Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana.
Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55