Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2021 15:59 Victor skrifar undir samning við Sony og útskrifast úr læknisfræðinni. Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, og maðurinn á bakvið sumarsmellinn Sumargleðin, skrifaði nú á dögunum undir samning við Sony Music í Danmörku, en hann segir bjarta tíma framundan bæði í læknisfræðinni og tónlistinni. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019. Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
„Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019.
Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira