Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2021 15:59 Victor skrifar undir samning við Sony og útskrifast úr læknisfræðinni. Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, og maðurinn á bakvið sumarsmellinn Sumargleðin, skrifaði nú á dögunum undir samning við Sony Music í Danmörku, en hann segir bjarta tíma framundan bæði í læknisfræðinni og tónlistinni. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019. Tónlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019.
Tónlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira