Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 09:11 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur frétt Fréttablaðsins í morgun ófrægingarherferð gegn sér. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“ Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“
Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19