Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 14:07 Prinsessan Sheikha Latifa árið 2018, skömmu áður en hún reyndi að flýja frá Dubai öðru sinni. Hún var þá 32 ára gömul. Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira