Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum upp á 420 milljarða króna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 14:28 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins tóku þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Sigurjón Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum landsins er fjögurhundruð og tuttugu milljarðar króna á næstu tíu árum samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í morgun. Lítið hefur breyst frá því sams konar skýrsla var gerð fyrir fjórum árum. Skýrsla sem gerð var árið 2017 var sú fyrsta sinna tegundar þar sem upplýsingar um fjárfestingar hins opinbera í innviðum voru dregnar saman á einn stað. Það sem stendur upp úr nú fjórum árum síðar er að viðhaldsþörfin er lang mest í þjóðvega- og sveitarstjórnavegakerfinu. Samkvæmt skýrslunni er staðan þar ívið verri nú en hún var fyrir fjórum árum og ekki horfur á að staðan breytist næstu tíu árin. Nú vanti 110 milljarða í viðhald og uppbyggingu þjóðveganna og fimmtíu til sjötíu milljarða í sveitarstjórnarvegina. Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að næsta ríkisstjórn verði að setja enn meira fé í viðhald vegakerfisins en núverandi stjórn hafi gert þótt hún hafi nánast tvöfaldað framlögin.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók þátt í pallborðsumræðum að kynningu lokinni. Í samtali við fréttastofu sagði hann þetta vissulega vera háar upphæðir og þær hefðu hækkað nokkuð frá síðustu skýrslu. „Sem skýrist annars vegar af því að kerfið er að stækka og hins vegar af því að kröfurnar eru vaxa. Bæði staðlar og kröfur almennings og fyrirtækja til umhverfisins. Þannig að áskorunin stækkar,“ segir Sigurður Ingi. Það jákvæða sé að hægt væri að sýna fram á að verulega hefði verið tekið á í þessum efnum á undanförnum fjórum árum. Ljóst væri að halda yrði áfram á þeirri braut. Þrátt fyrir nýsamþykkta samgönguáætlun á Alþingi segir í skýrslunni að það náist rétt að halda í við núverandi stöðu á næsta áratug. Áfram muni vanta um 14% af landsframleiðslunni í innviðauppbyggingu. Þannig að staðan verði álika slæm eftir tíu ár verði ekki verulega bætt í viðhald og framkvæmdir. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum landsins er upp á 110 milljarða króna og 50 til 70 milljarða á vegum sem heyra undir sveitarfélögin.Vísir/Vilhelm „Viðhaldsþörfin vex þrátt fyrir að við höfum tvöfaldað upphæðina frá árunum 2016/17 úr einhverjum fimm til sex milljörðum í ellefu til tólf milljarða (á ári). Þá þarf enn frekara fjármagn í þennan lið. Auðvitað mun hluti af þeim ný-og stofnframkvæmdum sem við erum að gera koma í stað viðhalds,“ segir samgönguráðherra. Til að mynda þar ný brú væri byggð í stað viðhalds á gamalli og þar sem vegir væru breikkaðir í stað viðhalds. Framkvæmdir sem þessar væru stofnframkvæmdir en ekki viðhald. Hann væri því sannfærður um að árangur muni nást miðað við þær áætlanir sem uppi væru. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Sigurður Inigi segir það bíða næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Skýrsla sem gerð var árið 2017 var sú fyrsta sinna tegundar þar sem upplýsingar um fjárfestingar hins opinbera í innviðum voru dregnar saman á einn stað. Það sem stendur upp úr nú fjórum árum síðar er að viðhaldsþörfin er lang mest í þjóðvega- og sveitarstjórnavegakerfinu. Samkvæmt skýrslunni er staðan þar ívið verri nú en hún var fyrir fjórum árum og ekki horfur á að staðan breytist næstu tíu árin. Nú vanti 110 milljarða í viðhald og uppbyggingu þjóðveganna og fimmtíu til sjötíu milljarða í sveitarstjórnarvegina. Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að næsta ríkisstjórn verði að setja enn meira fé í viðhald vegakerfisins en núverandi stjórn hafi gert þótt hún hafi nánast tvöfaldað framlögin.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók þátt í pallborðsumræðum að kynningu lokinni. Í samtali við fréttastofu sagði hann þetta vissulega vera háar upphæðir og þær hefðu hækkað nokkuð frá síðustu skýrslu. „Sem skýrist annars vegar af því að kerfið er að stækka og hins vegar af því að kröfurnar eru vaxa. Bæði staðlar og kröfur almennings og fyrirtækja til umhverfisins. Þannig að áskorunin stækkar,“ segir Sigurður Ingi. Það jákvæða sé að hægt væri að sýna fram á að verulega hefði verið tekið á í þessum efnum á undanförnum fjórum árum. Ljóst væri að halda yrði áfram á þeirri braut. Þrátt fyrir nýsamþykkta samgönguáætlun á Alþingi segir í skýrslunni að það náist rétt að halda í við núverandi stöðu á næsta áratug. Áfram muni vanta um 14% af landsframleiðslunni í innviðauppbyggingu. Þannig að staðan verði álika slæm eftir tíu ár verði ekki verulega bætt í viðhald og framkvæmdir. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum landsins er upp á 110 milljarða króna og 50 til 70 milljarða á vegum sem heyra undir sveitarfélögin.Vísir/Vilhelm „Viðhaldsþörfin vex þrátt fyrir að við höfum tvöfaldað upphæðina frá árunum 2016/17 úr einhverjum fimm til sex milljörðum í ellefu til tólf milljarða (á ári). Þá þarf enn frekara fjármagn í þennan lið. Auðvitað mun hluti af þeim ný-og stofnframkvæmdum sem við erum að gera koma í stað viðhalds,“ segir samgönguráðherra. Til að mynda þar ný brú væri byggð í stað viðhalds á gamalli og þar sem vegir væru breikkaðir í stað viðhalds. Framkvæmdir sem þessar væru stofnframkvæmdir en ekki viðhald. Hann væri því sannfærður um að árangur muni nást miðað við þær áætlanir sem uppi væru. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Sigurður Inigi segir það bíða næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06
Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21