„Þetta kom mér algjörlega á óvart, ég hafði bara aldrei leitt hugann að því að þetta væri möguleiki. Markmið mitt var alltaf að gera fallega og góða bók og því finnst mér ótrúlega dýrmætt að fá þessa tilnefningu. Þetta er í leiðinni staðfesting á því að öll vinnan sem ég lagði í bókina er að skila sér.“
Hingað til hafa nokkrar íslenskar bækur hlotið tilnefningu til þessara verðlauna og segir Linda það mjög mikinn heiður fyrir sig að vera komin í flokk með þeim.
Þetta eru mjög stór verðlaun enda er verið að fara yfir bækur frá flest öllum löndum í heiminum. Vinningshafanir verða tilkynntir á næsta ári svo að þetta verður mjög spennandi.
Linda hefur deilt uppskriftum sínum í gegnum samfélagsmiðla og heimasíðu sína, Linda Ben en drauminn af gefa út uppskriftarbók segir hún hafa blundað í henni lengi áður en af varð.
Er önnur bók á leiðinni?
„Ég skal alveg viðurkenna það að hugurinn er farinn að leita í þá átt, en ég get þó ekki sagt strax að önnur sé á leiðinni, tíminn verður bara að leiða það í ljós hvort önnur bók muni líta dagsins ljós eða ekki,“segir Linda að lokum.“

