John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2021 12:48 Raja Nasir Khan, fyrir miðju, á fréttamannafundinum fyrr í dag. Sajid Ali Sadpara, til hægri, sonur Ali Sadpara, var einnig á fundinum. AP/M.H. Balti Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. Frá þessu segir á síðu Daily Pakistan þar sem vísað er í orð pakistansks embættismanns. Sajid Ali Sadpara, sonur Ali Sadpara, sagði við blaðamenn í Skardu fyrr í dag að Pakistan hefði misst mikinn fjallgöngumann. „Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor,“ sagði Sadpara. T163- #K2winter: It is with profound sadness and a heavy heart that we are declaring the missing climbers #AliSadpara, #JohnSnorri,& #JPMohr as dead since we couldn't trace anything about their whereabouts during the extensive search mission. We did everything humanly possible... pic.twitter.com/pZCTuTfF4s— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 18, 2021 Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherra á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, greindi frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að þremenningarnir væru taldir af. Það væri niðurstaða veðurfræðinga, annarra fjallgöngumanna og sérfræðinga pakistanskra hersins. Enginn geti lifað svo lengi við svo erfiðar veðuraðstæður. Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna.Facebook Khan sagði að leit að líkum mannanna yrði þó fram haldið. Tugir fjallgöngumanna reyndu að klífa K2 í vetur í þeirri von um að verða þeir fyrstu til að sigra fjallið að vetrarlagi. Það varð nepalskur fjallgöngumaður, Mingma Gyalje, og félagar hans sem náðu fyrstir takmarkinu um miðjan janúar. Andlát John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 „Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00 Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Frá þessu segir á síðu Daily Pakistan þar sem vísað er í orð pakistansks embættismanns. Sajid Ali Sadpara, sonur Ali Sadpara, sagði við blaðamenn í Skardu fyrr í dag að Pakistan hefði misst mikinn fjallgöngumann. „Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor,“ sagði Sadpara. T163- #K2winter: It is with profound sadness and a heavy heart that we are declaring the missing climbers #AliSadpara, #JohnSnorri,& #JPMohr as dead since we couldn't trace anything about their whereabouts during the extensive search mission. We did everything humanly possible... pic.twitter.com/pZCTuTfF4s— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 18, 2021 Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherra á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, greindi frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að þremenningarnir væru taldir af. Það væri niðurstaða veðurfræðinga, annarra fjallgöngumanna og sérfræðinga pakistanskra hersins. Enginn geti lifað svo lengi við svo erfiðar veðuraðstæður. Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna.Facebook Khan sagði að leit að líkum mannanna yrði þó fram haldið. Tugir fjallgöngumanna reyndu að klífa K2 í vetur í þeirri von um að verða þeir fyrstu til að sigra fjallið að vetrarlagi. Það varð nepalskur fjallgöngumaður, Mingma Gyalje, og félagar hans sem náðu fyrstir takmarkinu um miðjan janúar.
Andlát John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 „Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00 Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39
Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59
„Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00
Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01