„Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Sigrún Ósk fer að stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum. Mynd/ Baldur Kristjánsson „Eðli málsins samkvæmt þá gátum við ekki þvælst um allan heim á síðasta ári frekar en aðrir. Það gaf okkur hins vegar tækifæri til að fara í vinnslu á þáttaröð sem hefur verið á hugmyndaborðinu í þónokkurn tíma, það er að heimsækja valda viðmælendur aftur til að forvitnast um hvernig allt hefur gengið frá því við sáum þá síðast á skjánum,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer af stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum á sunnudagskvöldið á Stöð 2. „Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+. Leitin að upprunanum Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
„Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira