Magnús D. Norðdahl vill leiða lista Pírata í Norðvestur Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2021 14:01 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Aðsend Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur tilkynnt um framboð hjá Pírötum í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara í september. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars. Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars.
Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira