Íbúar fátækra ríkja í langmestri hættu vegna loftslagsbreytinga Heimsljós 23. febrúar 2021 10:55 IRIN/ Jacob Zocherman Loftslagsbreytingar hafa orðið til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Íbúar lágtekjuríkja eru að minnsta kosti fjórum sinnum líklegri til þess að lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga en íbúar efnaðri ríkja, þrátt fyrir að bera minnstu ábyrgð á breytingum í veðurfari. Þetta staðhæfir Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA. Veðurhamfarir leiða ár hvert til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf að gera miklu meira til þess að sjá fyrir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lífi milljóna manna er stefnt í hættu. Árið 2019 voru 34 milljónir manna á heimsvísu á barmi hungursneyðar vegna öfga í veðurfari og hættur tengdar veðri leiddu til fólksflótta 24,9 milljóna í 140 löndum. OCHA hefur sett upp vefsíðu með sláandi dæmum um breytingar á loftslagi og áhrifum þeirra á íbúa fjölmargra fátækra ríkja í heiminum, eins og Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og ríkja í Suður-Asíu. OCHA er ein af helstu samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent
Íbúar lágtekjuríkja eru að minnsta kosti fjórum sinnum líklegri til þess að lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga en íbúar efnaðri ríkja, þrátt fyrir að bera minnstu ábyrgð á breytingum í veðurfari. Þetta staðhæfir Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA. Veðurhamfarir leiða ár hvert til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf að gera miklu meira til þess að sjá fyrir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lífi milljóna manna er stefnt í hættu. Árið 2019 voru 34 milljónir manna á heimsvísu á barmi hungursneyðar vegna öfga í veðurfari og hættur tengdar veðri leiddu til fólksflótta 24,9 milljóna í 140 löndum. OCHA hefur sett upp vefsíðu með sláandi dæmum um breytingar á loftslagi og áhrifum þeirra á íbúa fjölmargra fátækra ríkja í heiminum, eins og Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og ríkja í Suður-Asíu. OCHA er ein af helstu samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent