Evrópumeistarar Bayern kláruðu einvígið í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 21:55 Bayern léku sér að Lazio í kvöld og þurfti Pepe Reina, markvörður Lazio, að ná í boltann úr netinu fjórum sinnum. Paolo Bruno/Getty Images Leikur Lazio og Bayern München varð aldrei spennandi en Evrópumeistarar Bayern gerðu út um leikinn og einvígið í fyrri hálfleik, staðan þá 3-0 gestunum í vil en leiknum lauk með 4-1 sigir Bæjara. Bæjarar mættu til Rómar eftir tap í þýsku úrvalsdeildinni og með laskað lið. Það kom ekki að sök í kvöld. Eftir mistök í vörn Lazio var Robert Lewandowski – af öllum mönnum – óvænt sloppinn einn gegn Pepe Reina á níundu mínútu leiksins. Það var ekki að spyrja að leikslokum og Bayern komið 1-0 yfir. Fimmtán mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en hinn 17 ára gamli Jamal Musiala skoraði þá með góðu skoti úr D-boganum niðri í hægra hornið á marki Lazio án þess að Reina kæmi neinum vörnum við. Musiala er þar með orðinn yngsti Englendingur sögunnar til að skora í Meistaradeild Evrópu. He s only gone and scored a bloody goal in Rome...Jamal Musiala, 17.https://t.co/Xytpav2yjs— Raphael Honigstein (@honigstein) February 23, 2021 Leroy Sané gerði svo út um leikinn á 42. mínútu. Eftir undarleg mistök hjá Lazio slapp Kingsley Coman nokkrun veginn einn í gegn. Hann óð inn á teig á varnarmann heimamanna, klippti yfir á vinstri fótinn og átti fast skot sem Reina varði út í teiginn þar sem Sané skoraði þriðja mark gestanna og voru þeir því 3-0 yfir í hálfleik. Francesco Acerbi varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax í upphafi síðari hálfleiks og staðan því orðin 4-0 þegar aðeins fjórðungur einvígisins var liðinn. Joaquin Correra minnkaði muninn fyrir Lazio tveimur mínútum síðar og þar við sat. Lokatölur 4-1 Evrópumeisturum Bayern í vil og liðið svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Var þetta 17. leikurinn í röð sem Bayern leikur í Meistaradeild Evrópu án þess að bíða ósigurs. Bayern Munich are now on the longest unbeaten away streak in UCL history 17, Bayern, 2017-present 16, Man United, 2007-10 14, Ajax, 1994-97 pic.twitter.com/1zxnEA3jIe— ESPN FC (@ESPNFC) February 23, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Leikur Lazio og Bayern München varð aldrei spennandi en Evrópumeistarar Bayern gerðu út um leikinn og einvígið í fyrri hálfleik, staðan þá 3-0 gestunum í vil en leiknum lauk með 4-1 sigir Bæjara. Bæjarar mættu til Rómar eftir tap í þýsku úrvalsdeildinni og með laskað lið. Það kom ekki að sök í kvöld. Eftir mistök í vörn Lazio var Robert Lewandowski – af öllum mönnum – óvænt sloppinn einn gegn Pepe Reina á níundu mínútu leiksins. Það var ekki að spyrja að leikslokum og Bayern komið 1-0 yfir. Fimmtán mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en hinn 17 ára gamli Jamal Musiala skoraði þá með góðu skoti úr D-boganum niðri í hægra hornið á marki Lazio án þess að Reina kæmi neinum vörnum við. Musiala er þar með orðinn yngsti Englendingur sögunnar til að skora í Meistaradeild Evrópu. He s only gone and scored a bloody goal in Rome...Jamal Musiala, 17.https://t.co/Xytpav2yjs— Raphael Honigstein (@honigstein) February 23, 2021 Leroy Sané gerði svo út um leikinn á 42. mínútu. Eftir undarleg mistök hjá Lazio slapp Kingsley Coman nokkrun veginn einn í gegn. Hann óð inn á teig á varnarmann heimamanna, klippti yfir á vinstri fótinn og átti fast skot sem Reina varði út í teiginn þar sem Sané skoraði þriðja mark gestanna og voru þeir því 3-0 yfir í hálfleik. Francesco Acerbi varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax í upphafi síðari hálfleiks og staðan því orðin 4-0 þegar aðeins fjórðungur einvígisins var liðinn. Joaquin Correra minnkaði muninn fyrir Lazio tveimur mínútum síðar og þar við sat. Lokatölur 4-1 Evrópumeisturum Bayern í vil og liðið svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Var þetta 17. leikurinn í röð sem Bayern leikur í Meistaradeild Evrópu án þess að bíða ósigurs. Bayern Munich are now on the longest unbeaten away streak in UCL history 17, Bayern, 2017-present 16, Man United, 2007-10 14, Ajax, 1994-97 pic.twitter.com/1zxnEA3jIe— ESPN FC (@ESPNFC) February 23, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti