Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Bayern München unnu dramatískan sigur í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 16.10.2025 21:18
Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Brasilíska knattspyrnustjarnan Vinicius Junior er í vandamálum í heimalandinu. Real Madrid-stjarnan þarf að koma fyrir rétt í næsta mánuði. Fótbolti 16.10.2025 19:21
Gæti náð Liverpool-leiknum Trent Alexander-Arnold fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar eins og frægt var og auðvitað mættust liðin síðan í Meistaradeildinni. Það leit út fyrir að meiðsli enska bakvarðarins myndu taka frá honum leikinn en nú líta hlutirnir betur út. Fótbolti 16.10.2025 19:15
Borgarstjóri Boston svarar Trump Michelle Wu, borgarstjóri Boston, hefur svarað Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna hótana hans um að færa leiki á HM í fótbolta næsta sumar úr borginni. Fótbolti 16. október 2025 08:30
„Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Fótboltakonan Mist Edvardsdóttir var smám saman að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu þegar henni var kippt hratt niður á jörðina. Hún var 23 ára þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein en segir fótboltann hafa hjálpað sér mikið og meinið ef til vill stuðlað að því að hún fann ástina og eignaðist tvo stráka. Íslenski boltinn 16. október 2025 08:00
HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Eins og við Íslendingar þekkjum vel þá á handboltinn oftast janúarmánuð á Íslandi en nú er útlit fyrir að handboltinn fái í framtíðinni mikla samkeppni í dimmasta mánuði ársins. Fótbolti 16. október 2025 06:03
Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Lionel Messi vill passa upp á næstu kynslóðir fótboltans. Hann er ekki aðeins fyrirmynd sem besti knattspyrnumaður allra tíma heldur vill hann líka skapa vettvang fyrir næstu kynslóð. Fótbolti 15. október 2025 22:45
NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gerði slæm mistök í tapleiknum á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni í kvöld og norska ríkisútvarpið gerir mikið úr mistökum hennar á heimasíðu sinni. Fótbolti 15. október 2025 22:15
Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Virtur franskur blaðamaður heldur því fram að Barcelona eigi á hættu að missa unga stórstjörnu liðsins, hinn frábæra Lamine Yamal. Strákurinn er enn bara átján ára gamall en stjarna hans hefur risið hátt síðustu ár. Fótbolti 15. október 2025 22:01
Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og félagar hennar í belgíska liðinu Anderlecht komust í kvöld áfram í sextán liða úrslit Evrópubikarsins eftir útisigur á Braga í framlengdum Íslendingaslag. Fótbolti 15. október 2025 21:37
Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Íslendingaliðið Vålerenga tapaði naumlega á móti þýska stórliðinu Wolfsburg í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 15. október 2025 18:45
Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Jóhann Kristinn Gunnarsson er hættur sem þjálfari Þór/KA í bestu deild kvenna en þetta kemur fram á miðlum félagsins. Íslenski boltinn 15. október 2025 18:08
Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Ítalska félagið Internazionale er komið áfram í sextán liða úrslit í Evrópubikar kvenna í fótbolta. Fótbolti 15. október 2025 17:54
Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, fær ekki að stýra liðinu í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 15. október 2025 17:04
Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í fótbolta ytra. Blikakonur vinna einvígið samanlagt 5-1 og er komið í 16-liða úrslit keppninnar. Fótbolti 15. október 2025 16:50
Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Eftir óvænt tap gegn Færeyjum hafa báðir landsliðsþjálfarar Tékklands verið reknir úr starfi. Aðalþjálfarinn axlar fulla ábyrgð og segist skilja ákvörðunina. Fótbolti 15. október 2025 16:32
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? Enski boltinn 15. október 2025 15:45
Fer frá KA í haust Viðar Örn Kjartansson mun yfirgefa Bestu deildarlið KA þegar keppnistímabilinu lýkur í haust. Viðar hefur leikið með félaginu í tvö ár. Íslenski boltinn 15. október 2025 13:45
Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Fabio Paratici er snúinn aftur til starfa sem íþróttastjóri hjá Tottenham Hotspur eftir tvö og hálft ár í banni frá afskiptum af fótbolta vegna brota í starfi hjá Juventus. Enski boltinn 15. október 2025 11:32
Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Lee Dixon kom við kauninn á Everton-mönnum þegar hann lýsti leik Lettlands og Englands í undankeppni HM 2026 í gær. Félagið svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 15. október 2025 10:32
Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Þrátt fyrir 1-0 sigurinn gegn Armeníu í undankeppni HM í gærkvöldi hefur Heimir Hallgrímsson og hans lið, írska fótboltalandsliðið, hlotið talsverða gagnrýni í írskum miðlum eftir leikinn. Fótbolti 15. október 2025 10:01
Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Thomas Tuchel, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hafði húmor fyrir skotum stuðningsmanna Englands í hans garð á meðan leiknum gegn Lettlandi í gær stóð. Fótbolti 15. október 2025 09:31
Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Romelu Lukaku, framherji Napoli og belgíska landsliðsins, segir að óprúttnir aðilar hafi reynt að kúga af honum fé með því að neita að afhenda honum lík föður hans. Fótbolti 15. október 2025 09:03
Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að færa leiki á HM 2026 í fótbolta sem eiga að fara fram í Boston. Fótbolti 15. október 2025 08:30