Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar gal­opna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn

Víkingur tók á móti Stjörnunni og vann 2-1 sigur í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar sitja enn í næstneðsta sætinu en nú aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni og þremur frá Tindastóli. Shaina Ashouri skoraði fyrsta markið, í sínum fyrsta leik í sumar. Dagný Rún Pétursdóttir tvöfaldaði forystuna svo rétt fyrir hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“

Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH leysir loks úr markmannsmálunum

FH hefur fengið bandarískan markmann til að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Macy Elizabeth Enneking mun berjast um markmannsstöðuna við Söndru Sigurðardóttur, sem tók hanskana af hillunni til að hjálpa FH þegar aðalmarkmaðurinn Aldís Guðlaugsdóttir meiddist.

Fótbolti
Fréttamynd

Andrea Rán semur við FH

FH-ingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir seinni hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta því miðjumaðurinn öflugi Andrea Rán Hauksdóttir er kominn heim og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabili.

Íslenski boltinn