Lykilatriði að fá nýnema í staðkennslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:01 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. vísir/Egill Rektor Háskóla Íslands segir forgangsmál að fá nýnema í staðnám. Rýmri reglur um skólahald taka gildi á mánudag. Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Sjá meira