Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 15:21 Áfram verður tómlegt um að litast á áhorfendapöllum íþróttahúsanna í kvöld. vísir/vilhelm Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins. Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira
Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira