Í einhverjum tilvikum, ef að kynlífið er lítið sem ekkert á milli para, getur fólk upplifað það sem höfnun ef maki þeirra sækir meira í að fullnægja þörfum sínum einn frekar en með makanum.

Aðstæður og tilfinningar skipta þarna miklu máli og getur þessi umræða því reynst einhverjum pörum viðkvæm.
Eins og með allt sem viðkemur þörfum okkar sem kynverum og sem manneskjum í virku kynferðislegu sambandi, ætti alltaf að vera ákjósanlegast að geta tjáð sig heiðarlega við maka sinn.
Hafa ber í huga að sjálfsfróun fólks í sambandi getur auðvitað átt sér stað með maka og upplifa sumir það sem örvandi reynslu að sjá maka sinn veita sjálfum sér unað.
Á næstunni munu Makamál kafa dýpra í þetta málefni og taka viðtöl við fagfólk. Út frá þessum hugrenningum er Spurning vikunnar sprottin.
Spurningin er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við þeirra kyn.
Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka?
Karlar svara hér fyrir neðan:
Konur svara hér fyrir neðan:
Allar fyrirspurnir og ábendingar um efni má senda á netfangið makamal@syn.is