Umfjöllun og viðtöl: KA - Haukar 30-28 | Toppliðið tapaði á Akureyri Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 25. febrúar 2021 19:35 Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði KA í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA gerði sér lítið fyrir og vann tveggja marka sigur á toppliði Hauka er liðin mættust í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 30-28. Leikurinn byrjaði með látum og voru það heimamenn sem byrjuðu betur. Þegar mest munaði var staðan 8-2 fyrir KA. Haukar rifu sig aðeins i gang en KA hélt alltaf góðri forystu. Sá seinni var ekki síðri en mikil stemning var í stúkunni eins og við mátti búast eftir áhorfendabann undanfarna mánuði. Haukar komu mikið betur stemmdir í seinni hálfleik en heimamenn gáfu þá bara í. KA missti aldrei forystuna og vann að lokum tveggja marka sigur 30-28. Hverjir stóðu uppúr hjá KA? Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði KA og endaði hann með tíu mörk. Næst á eftir honum kom Jóhann Geir með sex og Patrekur Stefánsson með fimm mörk. Vörnin hjá KA var mjög góð og markvarslan ekki síðri þar sem Nicholas Satchwell markvörður KA varði 15 skot. Hverjir stóðu uppúr hjá Haukum? Þráinn Orri var markahæstur með átta mörk en Haukar fundu hann vel á línunni. Brynjólfur Snær var næstur með fimm mörk og fjórir leikmenn með þrjú mörk þar á eftir. Markverðir Hauka - þeir Björgvin Páll Gústavsson og Andri Sigmarsson Scheving - áttu ekki sinn besta dag en þeir vörðu níu bolta samanlagt. Andri Sigmarsson varði fimmog Björgvin Páll fjóra. Af hverju vann KA? Frábær byrjun KA hafði góð áhrif á KA menn fylltust sjálfstrausti og gekk allt upp hjá þeim eftir það. Mikil stemmning í KA heimilinu og gott skipulag heimamanna skilaði þessum sterka sigri. Hvað er næst? KA heimsækir Fram á sunnudaginn og Haukar fá Gróttu í heimsókn á Ásvelli á mánudaginn. Aron Kristjánsson var ekki sáttur með leik sinna manna.VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson: KA var alltaf tveim skrefum á undan okkur „Ég er náttúrlega óánægður að tapa hérna í dag. Við byrjuðum leikinn mjög Illa við vorum langt á eftir sem gerði leikinn gríðarlega erfiðan. En við sýndum mikinn karakter að koma til baka í leiknum.“ Aron fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli við dómarana og var hann ekki sáttur við þeirra frammistöðu. „Mér fannst dómararnir ekki ráða við verkefnið í dag því miður.“ Haukar fengu tækifæri að minnka muninn niður í eitt mark úr vítakasti rétt fyrir hálfleik „Við hefðum getað minnkað í eitt mark fyrir hálfleik en það tókst því miður ekki og svo var KA alltaf tveim skrefum á undan okkur í seinni hálfleik.“ Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið.MYND/STÖÐ 2 Jónatan Magnússon: Mjög ánægður og stoltur af mínu liði, frábær frammistaða „Það var frábært, þó það hafi alls ekki verið fullt en mér fannst strákarnir sjúga í sig orkuna sem kom frá stúkunni og við nýttum okkur það sem var mjög gaman,“ sagði Jónatan um það að áhorfendur fengu loksins að mæta aftur á pallana. Það gekk allt upp í liði KA. „Við vorum góðir varnarlega og við vorum með góða markvörslu þannig það gekk vel. Haukarnir eru frábærir sóknarlega en við náðum að hægja á þeim. Við vorum agaðir sóknarlega meira heldur en við höfum verið þannig heilt yfir var ég mjög ánægður með þessa frammistöðu, við fengum mikið frá mörgum leikmönnum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Haukar
KA gerði sér lítið fyrir og vann tveggja marka sigur á toppliði Hauka er liðin mættust í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 30-28. Leikurinn byrjaði með látum og voru það heimamenn sem byrjuðu betur. Þegar mest munaði var staðan 8-2 fyrir KA. Haukar rifu sig aðeins i gang en KA hélt alltaf góðri forystu. Sá seinni var ekki síðri en mikil stemning var í stúkunni eins og við mátti búast eftir áhorfendabann undanfarna mánuði. Haukar komu mikið betur stemmdir í seinni hálfleik en heimamenn gáfu þá bara í. KA missti aldrei forystuna og vann að lokum tveggja marka sigur 30-28. Hverjir stóðu uppúr hjá KA? Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði KA og endaði hann með tíu mörk. Næst á eftir honum kom Jóhann Geir með sex og Patrekur Stefánsson með fimm mörk. Vörnin hjá KA var mjög góð og markvarslan ekki síðri þar sem Nicholas Satchwell markvörður KA varði 15 skot. Hverjir stóðu uppúr hjá Haukum? Þráinn Orri var markahæstur með átta mörk en Haukar fundu hann vel á línunni. Brynjólfur Snær var næstur með fimm mörk og fjórir leikmenn með þrjú mörk þar á eftir. Markverðir Hauka - þeir Björgvin Páll Gústavsson og Andri Sigmarsson Scheving - áttu ekki sinn besta dag en þeir vörðu níu bolta samanlagt. Andri Sigmarsson varði fimmog Björgvin Páll fjóra. Af hverju vann KA? Frábær byrjun KA hafði góð áhrif á KA menn fylltust sjálfstrausti og gekk allt upp hjá þeim eftir það. Mikil stemmning í KA heimilinu og gott skipulag heimamanna skilaði þessum sterka sigri. Hvað er næst? KA heimsækir Fram á sunnudaginn og Haukar fá Gróttu í heimsókn á Ásvelli á mánudaginn. Aron Kristjánsson var ekki sáttur með leik sinna manna.VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson: KA var alltaf tveim skrefum á undan okkur „Ég er náttúrlega óánægður að tapa hérna í dag. Við byrjuðum leikinn mjög Illa við vorum langt á eftir sem gerði leikinn gríðarlega erfiðan. En við sýndum mikinn karakter að koma til baka í leiknum.“ Aron fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli við dómarana og var hann ekki sáttur við þeirra frammistöðu. „Mér fannst dómararnir ekki ráða við verkefnið í dag því miður.“ Haukar fengu tækifæri að minnka muninn niður í eitt mark úr vítakasti rétt fyrir hálfleik „Við hefðum getað minnkað í eitt mark fyrir hálfleik en það tókst því miður ekki og svo var KA alltaf tveim skrefum á undan okkur í seinni hálfleik.“ Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið.MYND/STÖÐ 2 Jónatan Magnússon: Mjög ánægður og stoltur af mínu liði, frábær frammistaða „Það var frábært, þó það hafi alls ekki verið fullt en mér fannst strákarnir sjúga í sig orkuna sem kom frá stúkunni og við nýttum okkur það sem var mjög gaman,“ sagði Jónatan um það að áhorfendur fengu loksins að mæta aftur á pallana. Það gekk allt upp í liði KA. „Við vorum góðir varnarlega og við vorum með góða markvörslu þannig það gekk vel. Haukarnir eru frábærir sóknarlega en við náðum að hægja á þeim. Við vorum agaðir sóknarlega meira heldur en við höfum verið þannig heilt yfir var ég mjög ánægður með þessa frammistöðu, við fengum mikið frá mörgum leikmönnum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti