Langflestir karlar telja sig vera með meiri kynlöngun en maki Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2021 20:06 Tæplega 80% karla sögðust telja sig vera með meiri eða miklu meiri kynlöngun en maki sinn í nýjustu könnun Makamála. Getty Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort þeir upplifi sig hafa minni eða meiri kynþörf/löngun en maki sinn. Könnunin var kynjaskipt og tóku tæplega sex þúsund manns þátt. Mismikil kynlöngun og kynhvöt er eitt af algengari vandamálum sem pör kljást við í kynlífi. Ekkert eitt er það rétta þegar kemur kynlöngun og því mikilvægt að fólk sé heiðarlegt og opið með þarfir sínar og langanir við maka sinn. Í þeirri könnun sem ætluð var körlum sögðust tæplega 80% hafa meiri eða mikið meiri kynþörf en maki sinn. Í könnuninni sem ætluð var konum má sjá að svörin dreifast jafnar á milli svarmöguleika. Þar segist þriðjungur kvenna hafa meiri eða miklu meiri kynþörf en maki sinn. Makamál höfðu samband við Áslaugu Kristjánsdóttur kynlífsráðgjafa og spurðu hana út í hennar túlkun á niðurstöðunum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Niðurstöður* KARLAR: (3058 svöruðu könnuninni) Mikið meiri - 51% Meiri - 26% Svipaða - 12% Minni 8% Mikið minni - 3% KONUR: 2867 (svöuðu könnuninni) Mikið meiri - 18% Meiri - 16% Svipaða - 21% Minni - 24% Mikið minni - 21% Heldur þú að það sé mögulegt að hluti af þeirri ástæðu að karlar upplifi sig með meiri kynlöngun (í gagnkynhneigðum samböndum) geti verið sú að þeir þurfi minni örvun en konur fyrir kynlíf? „Já, það gæti verið hluti af skýringunni. Líka það að við lærum það að karlar eigi að vera með meiri kynlöngun og vilja meira kynlíf en konur. Í mínu starfi sem kynlífsráðgjafi sé ég þetta, mismikla kynlöngun, trufla fólk á allt annan hátt þegar það er karlinn sem vill minna kynlíf. Þetta setur oft parið í meiri klemmu því það er eins og það eigi ekki að vera þannig.“ Karlar læra það að þeir eiga alltaf að vera graðir og læra inn á það, það eitt og sér gæti jafnvel orsakað það að þeir þurfi minni örvun og eru oftar til. „Konur upplifa þetta meira vandamál ef þetta er á þennan veginn því þær geta farið í þá hugsun að það sé eitthvað að. Makinn sé að halda framhjá eða að fá útrás einhversstaðar annars staðar.“ Eru mörg pör eða sem leita til þín með þetta vandamál, of mikinn mun á kynlöngun? Áslaug Kristjánsdóttir er kynfræðingur og kynlífsráðgjafi. „Já, þetta er algengasta ástæða þess að fólk leitar sér kynlífsráðgjafar um allan heim. Það er ólíklegt að við eignumst maka sem er með sömu löngun og við alltaf. Það getur svo orðið vandi þegar fólk fer að upplifa það að vera ólík sem vandamál. Fólk fer þá yfirleitt að túlka það þannig að gjáin sé stærri en hún er. Endurtekin höfnun veldur því. Þegar við vinnum í þessu þá minnkar bilið og fólki finnst það brúanlegt. Löngunin verður ekki eins en það hættir að trufla parið. Báðir aðilar öðlast meiri skilning og finnst að þörfum þeirra verði mætt.“ Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Kynlíf Spurning vikunnar Rúmfræði Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51 „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ „Ég var ein nánast í allri fæðingunni og það var mjög óþægilegt þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti og vissi ekkert. En ljósmæðurnar voru æðislegar svo að það hjálpaði mikið til.“ Þetta segir Móeiður Lárusdóttir, eða Móa eins og hún er alltaf kölluð, í viðtali við Makamál. 24. febrúar 2021 20:08 Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni „Eftir að hafa lagt skólabækurnar alfarið á hilluna, í bili, þá er ég í dag að fikra mig áfram í nýjum áhugamálum og á döfinni er mikið af ferðalögum, eða það vona ég.“ Þetta segir Agnes Ýr Stefánsdóttir Einhleypa vikunnar. 21. febrúar 2021 19:26 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Losti eða ást? Makamál Viltu gifast Ragnar Hansson? Makamál „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Makamál „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Mismikil kynlöngun og kynhvöt er eitt af algengari vandamálum sem pör kljást við í kynlífi. Ekkert eitt er það rétta þegar kemur kynlöngun og því mikilvægt að fólk sé heiðarlegt og opið með þarfir sínar og langanir við maka sinn. Í þeirri könnun sem ætluð var körlum sögðust tæplega 80% hafa meiri eða mikið meiri kynþörf en maki sinn. Í könnuninni sem ætluð var konum má sjá að svörin dreifast jafnar á milli svarmöguleika. Þar segist þriðjungur kvenna hafa meiri eða miklu meiri kynþörf en maki sinn. Makamál höfðu samband við Áslaugu Kristjánsdóttur kynlífsráðgjafa og spurðu hana út í hennar túlkun á niðurstöðunum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Niðurstöður* KARLAR: (3058 svöruðu könnuninni) Mikið meiri - 51% Meiri - 26% Svipaða - 12% Minni 8% Mikið minni - 3% KONUR: 2867 (svöuðu könnuninni) Mikið meiri - 18% Meiri - 16% Svipaða - 21% Minni - 24% Mikið minni - 21% Heldur þú að það sé mögulegt að hluti af þeirri ástæðu að karlar upplifi sig með meiri kynlöngun (í gagnkynhneigðum samböndum) geti verið sú að þeir þurfi minni örvun en konur fyrir kynlíf? „Já, það gæti verið hluti af skýringunni. Líka það að við lærum það að karlar eigi að vera með meiri kynlöngun og vilja meira kynlíf en konur. Í mínu starfi sem kynlífsráðgjafi sé ég þetta, mismikla kynlöngun, trufla fólk á allt annan hátt þegar það er karlinn sem vill minna kynlíf. Þetta setur oft parið í meiri klemmu því það er eins og það eigi ekki að vera þannig.“ Karlar læra það að þeir eiga alltaf að vera graðir og læra inn á það, það eitt og sér gæti jafnvel orsakað það að þeir þurfi minni örvun og eru oftar til. „Konur upplifa þetta meira vandamál ef þetta er á þennan veginn því þær geta farið í þá hugsun að það sé eitthvað að. Makinn sé að halda framhjá eða að fá útrás einhversstaðar annars staðar.“ Eru mörg pör eða sem leita til þín með þetta vandamál, of mikinn mun á kynlöngun? Áslaug Kristjánsdóttir er kynfræðingur og kynlífsráðgjafi. „Já, þetta er algengasta ástæða þess að fólk leitar sér kynlífsráðgjafar um allan heim. Það er ólíklegt að við eignumst maka sem er með sömu löngun og við alltaf. Það getur svo orðið vandi þegar fólk fer að upplifa það að vera ólík sem vandamál. Fólk fer þá yfirleitt að túlka það þannig að gjáin sé stærri en hún er. Endurtekin höfnun veldur því. Þegar við vinnum í þessu þá minnkar bilið og fólki finnst það brúanlegt. Löngunin verður ekki eins en það hættir að trufla parið. Báðir aðilar öðlast meiri skilning og finnst að þörfum þeirra verði mætt.“ Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Kynlíf Spurning vikunnar Rúmfræði Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51 „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ „Ég var ein nánast í allri fæðingunni og það var mjög óþægilegt þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti og vissi ekkert. En ljósmæðurnar voru æðislegar svo að það hjálpaði mikið til.“ Þetta segir Móeiður Lárusdóttir, eða Móa eins og hún er alltaf kölluð, í viðtali við Makamál. 24. febrúar 2021 20:08 Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni „Eftir að hafa lagt skólabækurnar alfarið á hilluna, í bili, þá er ég í dag að fikra mig áfram í nýjum áhugamálum og á döfinni er mikið af ferðalögum, eða það vona ég.“ Þetta segir Agnes Ýr Stefánsdóttir Einhleypa vikunnar. 21. febrúar 2021 19:26 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Losti eða ást? Makamál Viltu gifast Ragnar Hansson? Makamál „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Makamál „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51
„Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ „Ég var ein nánast í allri fæðingunni og það var mjög óþægilegt þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti og vissi ekkert. En ljósmæðurnar voru æðislegar svo að það hjálpaði mikið til.“ Þetta segir Móeiður Lárusdóttir, eða Móa eins og hún er alltaf kölluð, í viðtali við Makamál. 24. febrúar 2021 20:08
Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni „Eftir að hafa lagt skólabækurnar alfarið á hilluna, í bili, þá er ég í dag að fikra mig áfram í nýjum áhugamálum og á döfinni er mikið af ferðalögum, eða það vona ég.“ Þetta segir Agnes Ýr Stefánsdóttir Einhleypa vikunnar. 21. febrúar 2021 19:26