Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 14:31 Brynja og Sara elska að vinna saman. Þær eru fimmtán ára og sautján ára. „Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá. Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara. Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira
Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara.
Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira