Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 10:20 Biden hyggst augljóslega ganga lengra í að fordæma mannréttindabrot Sádi Arabíu en forveri sinn en hefur þó ákveðið að grípa ekki til aðgerða gegn krónprinsinum sjálfum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira