Bröns Beat Dóru Júlíu dúndur byrjun á helginni Sjáland 1. mars 2021 13:22 Plötusnúðurinn Dóra Júlía heldur uppi stuðinu á laugardögum í Sjálandi. Sjáland Tónlist og góðum mat er listilega blandað saman á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. „Mimósur, bröns og DJ er uppskrift að ansi góðum laugardegi. Hver elskar ekki góðan bröns?“ segir plötusnúðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir sem gerir allt vitlaust í hádeginu á laugardögum á veitingastaðnum Sjálandi á hinum svokallaða „Bröns Beat“! Brönsinn er ómótstæðilegur „Bröns Beat er góður matur, „groovy“ tónlist og frábærar „víbrur“ sameinaðar í eitt,“ segir hún. „Við höfum verið með þennan viðburð í gangi annan hvern laugardag undanfarna mánuði. Það hefur gengið ótrúlega vel og verið svo skemmtilegt, mjög góð leið til þess að hrista upp í hversdagsleikanum og gera sér glaðan dag með fólkinu sínu,“ segir Dóra og bætir við að stemmingin á Sjálandi sé engu lík á þessum skrítnu tímum í samfélaginu. Hér fer vel um gesti í notalegu umhverfi. „Sjáland er bara svo ótrúlega skemmtilegur staður. Starfsfólkið er svo mikið topp lið, þvílíkt fagfólk, viðskiptavinirnir frábærir og andinn ótrúlega góður. Ég er svo þakklát að hafa fengið að vera með í að skapa eitthvað skemmtilegt á krefjandi tímum, búa til góðar „víbrur“. Giggin á Sjálandi hafa verið mikill hápunktur vikunnar hjá mér, viku eftir viku og ég hlakka ótrúlega mikið til sumarsins á Sjálandi. Síðasta sumar var svo skemmtilegt og við vonum auðvitað að sólin leyfi sér að skína skært! Annars komum við líka alltaf með sólskinið til ykkar,“ segir Dóra og lofar því að afar spennandi tímar séu framundan á Sjálandinu og ýmsir skemmtilegir viðburðir í bígerð. En hvað finnst henni best að borða? „Ég elska svo ótrúlega margt á matseðlinum að það er erfitt að velja. Pizzurnar eru náttúrulega bestu pizzur sem finnast og bæði humarpizzan og sveppapizzan í miklu uppáhaldi. Í brönsinum er silungurinn algjört möst og gulrótakakan toppar allt,“ segir Dóra. Pítsurnar á Sjálandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá Dóru Júlíu. Michelin-taktar í eldhúsinu Það er ekkert skrítið að maturinn sé góður á Sjálandi. Matreiðslumeistarinn Víðir Erlingsson kokkar ofan í gesti en hann hefur meðal annars kokkað á tveggja stjörnu Michelin staðnum Koks í Færeyjum, á Reykjavík Meat, Bláa Lóninu, Sjávargrillinu og á Argentínu steikhúsi þar sem hann lærði alla sína helstu takta. Girnilegan matseðilinn er hægt að kynna sér á sjaland210.is. „Mín sérgrein í eldhúsinu mundi ég telja vera yfirvegun og að ég er fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum,“ segir Víðir á léttu nótunum. „Mér finnst reyndar langskemmtilegast að elda eitthvað sem ég hef skotið sjálfur eða týnt. Til dæmis rjúpur, villisveppir og villt ber ásamt grænmeti sem konan mín ræktar. Ég hef líka mjög gaman af því að gerja allan fjandann og sjá hvernig útkoman verður,“ segir hann en einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum inniheldur einmitt gerjaðan hvítlauk. „Grænkáls pizzan með sojasveppum og gerjuðum hvítlauk er virkilega góð að mínu mati en vinsælasti rétturinn hjá okkur myndi ég segja að sé rauðrófu forrétturinn með foie gras og fíkjum,“ segir Víðir. Uppáhaldsmatinn hans sjálfs er reyndar ekki að finna á matseðlinum, heldur í eldhúsinu hjá tengdamóður hans! „Jólamaturinn hjá tengdó er uppáhaldsmaturinn minn, léttsaltaður og reyktur lambahryggur með gráðostasósu og tilheyrandi,“ segir Víðir og viðurkennir að honum leiðist ekki að borða kjöt. „Þegar ég við gera sérstaklega vel við mig kveiki ég upp í kolagrillinu og hendi góðri nautasteik frá Kjötkompaníinu á grillið,“ segir Víðir. Kökteilkvöld og Matur & Veisla framundan Framundan er margt spennandi og skemmtilegt á Sjálandi. Annan hvern fimmtudag verða til dæmis kokteilkvöld þar sem sérstakir gestabarþjónar hrista drykki ofan í gesti og Dóra sér um tónlistin. Alla fimmudaga þeyta plötusnúðar skífum. Þá er að fara í gang tónleikaröð á miðvikudögum undir heitinu Matur & Veisla í anda „Dinner & Show“ sem er meðal annars þekkt í New York og Las Vegas. Í apríl verður Pétur Jóhann með uppistand og þá verður fjöldi spennandi viðburða og nýjunga á útisvæðinu í sumar. Til þess að missa ekki af neinu er best að fylgjast með á Facebook þar sem viðburðir verða kynntir nánar. Miðasala opnar í vikunni. Hér er síðan hægt að kynna sér girnilegan matseðil Sjálands. Matur Tónlist Veitingastaðir Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
„Mimósur, bröns og DJ er uppskrift að ansi góðum laugardegi. Hver elskar ekki góðan bröns?“ segir plötusnúðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir sem gerir allt vitlaust í hádeginu á laugardögum á veitingastaðnum Sjálandi á hinum svokallaða „Bröns Beat“! Brönsinn er ómótstæðilegur „Bröns Beat er góður matur, „groovy“ tónlist og frábærar „víbrur“ sameinaðar í eitt,“ segir hún. „Við höfum verið með þennan viðburð í gangi annan hvern laugardag undanfarna mánuði. Það hefur gengið ótrúlega vel og verið svo skemmtilegt, mjög góð leið til þess að hrista upp í hversdagsleikanum og gera sér glaðan dag með fólkinu sínu,“ segir Dóra og bætir við að stemmingin á Sjálandi sé engu lík á þessum skrítnu tímum í samfélaginu. Hér fer vel um gesti í notalegu umhverfi. „Sjáland er bara svo ótrúlega skemmtilegur staður. Starfsfólkið er svo mikið topp lið, þvílíkt fagfólk, viðskiptavinirnir frábærir og andinn ótrúlega góður. Ég er svo þakklát að hafa fengið að vera með í að skapa eitthvað skemmtilegt á krefjandi tímum, búa til góðar „víbrur“. Giggin á Sjálandi hafa verið mikill hápunktur vikunnar hjá mér, viku eftir viku og ég hlakka ótrúlega mikið til sumarsins á Sjálandi. Síðasta sumar var svo skemmtilegt og við vonum auðvitað að sólin leyfi sér að skína skært! Annars komum við líka alltaf með sólskinið til ykkar,“ segir Dóra og lofar því að afar spennandi tímar séu framundan á Sjálandinu og ýmsir skemmtilegir viðburðir í bígerð. En hvað finnst henni best að borða? „Ég elska svo ótrúlega margt á matseðlinum að það er erfitt að velja. Pizzurnar eru náttúrulega bestu pizzur sem finnast og bæði humarpizzan og sveppapizzan í miklu uppáhaldi. Í brönsinum er silungurinn algjört möst og gulrótakakan toppar allt,“ segir Dóra. Pítsurnar á Sjálandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá Dóru Júlíu. Michelin-taktar í eldhúsinu Það er ekkert skrítið að maturinn sé góður á Sjálandi. Matreiðslumeistarinn Víðir Erlingsson kokkar ofan í gesti en hann hefur meðal annars kokkað á tveggja stjörnu Michelin staðnum Koks í Færeyjum, á Reykjavík Meat, Bláa Lóninu, Sjávargrillinu og á Argentínu steikhúsi þar sem hann lærði alla sína helstu takta. Girnilegan matseðilinn er hægt að kynna sér á sjaland210.is. „Mín sérgrein í eldhúsinu mundi ég telja vera yfirvegun og að ég er fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum,“ segir Víðir á léttu nótunum. „Mér finnst reyndar langskemmtilegast að elda eitthvað sem ég hef skotið sjálfur eða týnt. Til dæmis rjúpur, villisveppir og villt ber ásamt grænmeti sem konan mín ræktar. Ég hef líka mjög gaman af því að gerja allan fjandann og sjá hvernig útkoman verður,“ segir hann en einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum inniheldur einmitt gerjaðan hvítlauk. „Grænkáls pizzan með sojasveppum og gerjuðum hvítlauk er virkilega góð að mínu mati en vinsælasti rétturinn hjá okkur myndi ég segja að sé rauðrófu forrétturinn með foie gras og fíkjum,“ segir Víðir. Uppáhaldsmatinn hans sjálfs er reyndar ekki að finna á matseðlinum, heldur í eldhúsinu hjá tengdamóður hans! „Jólamaturinn hjá tengdó er uppáhaldsmaturinn minn, léttsaltaður og reyktur lambahryggur með gráðostasósu og tilheyrandi,“ segir Víðir og viðurkennir að honum leiðist ekki að borða kjöt. „Þegar ég við gera sérstaklega vel við mig kveiki ég upp í kolagrillinu og hendi góðri nautasteik frá Kjötkompaníinu á grillið,“ segir Víðir. Kökteilkvöld og Matur & Veisla framundan Framundan er margt spennandi og skemmtilegt á Sjálandi. Annan hvern fimmtudag verða til dæmis kokteilkvöld þar sem sérstakir gestabarþjónar hrista drykki ofan í gesti og Dóra sér um tónlistin. Alla fimmudaga þeyta plötusnúðar skífum. Þá er að fara í gang tónleikaröð á miðvikudögum undir heitinu Matur & Veisla í anda „Dinner & Show“ sem er meðal annars þekkt í New York og Las Vegas. Í apríl verður Pétur Jóhann með uppistand og þá verður fjöldi spennandi viðburða og nýjunga á útisvæðinu í sumar. Til þess að missa ekki af neinu er best að fylgjast með á Facebook þar sem viðburðir verða kynntir nánar. Miðasala opnar í vikunni. Hér er síðan hægt að kynna sér girnilegan matseðil Sjálands.
Matur Tónlist Veitingastaðir Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp