Eftiráskýringar Ragnars Þórs í aðdraganda formannskjörs í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 22:30 Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun