Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 10:08 Mótmælendur hafa fjölmennt á götum borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum. Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021 Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11
Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58
Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39
Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03
Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28