Eftirspurnin eftir Thermomix á heimsvísu hefur aldrei verið meiri. Í lok ársins 2020 annaði framleiðandinn ekki eftirspurn og varan seldist upp í mörgum löndum í janúar og febrúar, m.a. á Íslandi. Ný sending af Thermomix er nú komin til landsins og tilbúin til afhendingar.

„Thermomix hefur verið á markaði í yfir 50 ár og um allan heim eru milljónir ánægðra notenda sem elska vélina og gætu ekki án hennar verið,“ segir Berglind Ósk Haraldsdóttir, önnur eigenda Eldhústöfra ehf. sem flytja inn þessa snilldargræju sem er nú loks fáanleg aftur á Íslandi.
„Thermomix auðveldar alla matvinnslu og eldamennsku og þar með hversdagslífið. Það er hagkvæmara og næringarríkara að elda heima frá grunni úr hráefnum sem maður velur sjálfur og Thermomix sparar einnig mikinn tíma þar sem ekki þarf lengur að standa yfir pottum og hræra. Þannig gefst meiri tími til að sinna sjálfum sér og/eða fjölskyldunni,” segir Berglind.

Thermomix er blandari, matvinnsluvél, vigt, hrærivél, pottur, töfrasproti, þeytari, hnoðari, gufusuðutæki, eggjasuðutæki, sósu- og súpupottur, sous-vide græja og hægeldunarpottur svo fátt eitt sé nefnt! Thermomix er snjalltæki og ekki flóknara en sími í notkun.
„Það er frábært að geta nýtt sér snjalltækni við eldhússtörfin og gera þar með daglegt líf léttara. Aðgangur að þúsundum uppskrifta er mögulegur með nettengingu og stjórnborðið og uppskriftir eru á íslensku. Thermomix kemur með öllum aukahlutum, er á góðu verði og bætir alltaf einhverju við fyrir alla, hvort sem viðkomandi kann ekkert að elda og finnst það leiðinlegt eða elskar það,” bætir Berglind við.
Hvað á að vera í matinn í kvöld?
„Eflaust margir sem kannski við þessa spurningu en þetta er ein af uppáhaldsspurningunum okkar vegna þess að þetta er allt svo miklu minna mál með Thermomix og fleiri geta komið að matseldinni með góðum árangri,“ segir Berglind. Að elda með Thermomix er ekki bara einfalt og aðgengilegt heldur líka skemmtilegt.

„Njótum samverunnar með fjölskyldunni og eldum hollan og góðan mat heima. Það er hefur aldrei verið mikilvægara en nú að næra sig vel og það hefur heldur aldrei verið auðveldara. Í rauninni er Thermomix eina heimilistækið sem þarf að eiga í eldhúsinu, fyrir utan kannski bakaraofn og pönnu,“ bætir Berglind við.

Heima Pop-Up um helgina Eldhústöfrar ehf. taka þátt í fjörinu á Heima Pop-Up um helgina og verða með pakkatilboð á Thermomix með aukaskál ásamt kaupauka. Af því tilefni verður opið í verslun og sýningareldhúsi Thermomix á Íslandi að Síðumúla 29 laugardaginn 6. mars frá kl. 11-16. Einnig verður 10-50% afsláttur af völdum vörum í vefverslun og í verslun.
Nánari upplýsingar á iceland.thermomix.com og á facebooksíðunni https://www.facebook.com/thermomixaislandi