Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2021 16:19 Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Landsréttar í málinu. Vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Málið hófst með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2016 sem komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum með því að rukka ótengda samkeppnisaðila hærra verð fyrir hrámjólk en tengd fyrirtæki. Var MS þá gert að greiða 480 milljónir í stjórnvaldssekt en MS kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi hana úr gildi að mestu leyti og lækkaði sekt MS niður í 40 milljóna króna stjórnvaldssekt. Bæði Samkeppniseftirlitið og MS höfðuðu í kjölfarið mál til ógildingar á úrskurði nefndarinnar sem voru sameinuð og tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar í Landsrétti. Landsréttur staðfesti í fyrra niðurstöðu héraðsdóms um brot MS gegn samkeppnislögum og var MS gert að greiða 480 milljóna króna sektina. Fyrirtækið áfrýjaði svo dómnum til Hæstaréttar. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS) sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Ekki rúmast innan búvörulaga Í dómi Hæstaréttar sem féll í dag var frávísunarkröfu MS hafnað og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að dómstólar hafi ekki farið út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt samkvæmt 2. og 60. grein stjórnarskrárinnar með því að leggja á sekt í samkeppnismáli samhliða ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá taldi Hæstiréttur ljóst að markmið samkomulags MS og KS um framlegðar- og verkaskipti hefði ekki verið einskorðað við afkomuskiptingu vegna einstaka tegunda framleiðsluvara tengdum verkaskiptingunni heldur miðaði einnig að heildarjöfnun á hlutfallslegri framlegð í greininni óháð verkaskiptingu afurðastöðva. Var samkomulagið ekki talið geta rúmast innan heimilda búvörulaga og taldi Hæstiréttur engan vafa á því að MS hafi verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. MS talið sig starfa í samræmi við lög Fram kemur í tilkynningu frá MS að með dómnum sé leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga. „Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.“ Þá segir að MS hafi átt von á því að Hæstiréttur myndi staðfesta niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hafi úrskurðað að starfshættir MS væru málefnalegir og samkvæmt lögum. „Þegar þetta mál kom upp fyrir tæpum áratug síðan var skipulagi og framkvæmd á samstarfi afurðastöðva í mjólkuriðnaði og sölu á hrámjólk til aðila utan samstarfsins breytt, til að mæta þeim athugasemdum og ábendingum sem komið höfðu fram. Dómsniðurstaðan snýr því að afmörkuðum ágreiningi um túlkun laga í liðnum tíma, en hefur ekki bein áhrif á starfsemina í dag,“ segir í tilkynningu frá MS. Veitt tengdum aðilum óeðlilegt forskot á markaði Fram kemur í dómi Hæstaréttar að MS hafi selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og að sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á mjólkurvörumarkaði. MS er því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Þá hafi sú mikla mismunun sem var á verðlagningu MS til ótengdra aðila og verði til eigin framleiðslu falið í sér alvarlegan og langvarandi verðþrýsting sem hafi einnig verið til þess fallinn að verja markaðsráðandi stöðu félagsins. Hæstiréttur taldi jafnframt að MS hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að leggja ekki fram áðurnefnt samkomulag sitt og KS við rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Hvað varðaði fjárhæð stjórnvaldssektarinnar vísaði Hæstiréttur til þess að brot MS hafi verið alvarlegt auk þess sem það hafi staðið lengi. Þá hafi í broti MS falist ítrekun á fyrra broti þótt að ekki hafi verið ákveðin sekt í fyrra málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Málið hófst með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2016 sem komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum með því að rukka ótengda samkeppnisaðila hærra verð fyrir hrámjólk en tengd fyrirtæki. Var MS þá gert að greiða 480 milljónir í stjórnvaldssekt en MS kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi hana úr gildi að mestu leyti og lækkaði sekt MS niður í 40 milljóna króna stjórnvaldssekt. Bæði Samkeppniseftirlitið og MS höfðuðu í kjölfarið mál til ógildingar á úrskurði nefndarinnar sem voru sameinuð og tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar í Landsrétti. Landsréttur staðfesti í fyrra niðurstöðu héraðsdóms um brot MS gegn samkeppnislögum og var MS gert að greiða 480 milljóna króna sektina. Fyrirtækið áfrýjaði svo dómnum til Hæstaréttar. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS) sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Ekki rúmast innan búvörulaga Í dómi Hæstaréttar sem féll í dag var frávísunarkröfu MS hafnað og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að dómstólar hafi ekki farið út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt samkvæmt 2. og 60. grein stjórnarskrárinnar með því að leggja á sekt í samkeppnismáli samhliða ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá taldi Hæstiréttur ljóst að markmið samkomulags MS og KS um framlegðar- og verkaskipti hefði ekki verið einskorðað við afkomuskiptingu vegna einstaka tegunda framleiðsluvara tengdum verkaskiptingunni heldur miðaði einnig að heildarjöfnun á hlutfallslegri framlegð í greininni óháð verkaskiptingu afurðastöðva. Var samkomulagið ekki talið geta rúmast innan heimilda búvörulaga og taldi Hæstiréttur engan vafa á því að MS hafi verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. MS talið sig starfa í samræmi við lög Fram kemur í tilkynningu frá MS að með dómnum sé leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga. „Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.“ Þá segir að MS hafi átt von á því að Hæstiréttur myndi staðfesta niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hafi úrskurðað að starfshættir MS væru málefnalegir og samkvæmt lögum. „Þegar þetta mál kom upp fyrir tæpum áratug síðan var skipulagi og framkvæmd á samstarfi afurðastöðva í mjólkuriðnaði og sölu á hrámjólk til aðila utan samstarfsins breytt, til að mæta þeim athugasemdum og ábendingum sem komið höfðu fram. Dómsniðurstaðan snýr því að afmörkuðum ágreiningi um túlkun laga í liðnum tíma, en hefur ekki bein áhrif á starfsemina í dag,“ segir í tilkynningu frá MS. Veitt tengdum aðilum óeðlilegt forskot á markaði Fram kemur í dómi Hæstaréttar að MS hafi selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og að sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á mjólkurvörumarkaði. MS er því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Þá hafi sú mikla mismunun sem var á verðlagningu MS til ótengdra aðila og verði til eigin framleiðslu falið í sér alvarlegan og langvarandi verðþrýsting sem hafi einnig verið til þess fallinn að verja markaðsráðandi stöðu félagsins. Hæstiréttur taldi jafnframt að MS hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að leggja ekki fram áðurnefnt samkomulag sitt og KS við rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Hvað varðaði fjárhæð stjórnvaldssektarinnar vísaði Hæstiréttur til þess að brot MS hafi verið alvarlegt auk þess sem það hafi staðið lengi. Þá hafi í broti MS falist ítrekun á fyrra broti þótt að ekki hafi verið ákveðin sekt í fyrra málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira