Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:00 Könnunin byggir á tveimur mælingum sem voru gerðar í lok janúar og byrjun febrúar. vísir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. Könnunin sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, inniheldur tvær mælingar síðan í lok janúar og byrjun febrúar. Svarendur eru 2.029. Samkvæmt henni nýtur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra yfirburða vinsælda í ráðherrahópnum og fimmtíu og átta prósent svarenda eru ánægðir með hennar störf. Næst koma Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, en tæpur helmingur er ánægður með þau. Heldur fleiri eru óánægðir með Svandísi, eða fjórðungur, en nítján prósent segjast óánægðir með Ásmund. Aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins; menntamálaráðherra og samgönguráðherra eru næst í vinsældaröðinni. Fjörtíu og þrjú prósent segjast ánægð með Lilju Dögg Alfreðsdóttur en þrjátíu og átta prósent með Sigurð Inga Jóhannsson. Þá er ríflega þriðjungur ánægður með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir virðist þó heldur umdeildari en Guðlaugur Þór Þórðarson, þar sem ríflega þriðjungur er jafnframt óánægður með hennar störf. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Fleiri segjast óánægðir en ánægðir með störf Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Þriðjungur segist ánægður með hans störf en 43 prósent eru óánægðir. Sama gildir um Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og eru þar fleiri óánægðir en ánægðir, eða 28 prósent ánægðir og 37 prósent óánægðir. Þrjátíu prósent sveranda segjast ánægðir með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Aðeins færri, eða 28 prósent segjast óánægðir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, rekur lestina. Einungis níu prósent, eða tæplega einn af hverjum tíu er ánægður með hann og mun fleiri eru óánægðir, eða 64 prósent. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta var framkvæmd 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú seinni 5. til 12. febrúar 2021. Svarendur voru 2.029. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Könnunin sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, inniheldur tvær mælingar síðan í lok janúar og byrjun febrúar. Svarendur eru 2.029. Samkvæmt henni nýtur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra yfirburða vinsælda í ráðherrahópnum og fimmtíu og átta prósent svarenda eru ánægðir með hennar störf. Næst koma Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, en tæpur helmingur er ánægður með þau. Heldur fleiri eru óánægðir með Svandísi, eða fjórðungur, en nítján prósent segjast óánægðir með Ásmund. Aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins; menntamálaráðherra og samgönguráðherra eru næst í vinsældaröðinni. Fjörtíu og þrjú prósent segjast ánægð með Lilju Dögg Alfreðsdóttur en þrjátíu og átta prósent með Sigurð Inga Jóhannsson. Þá er ríflega þriðjungur ánægður með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir virðist þó heldur umdeildari en Guðlaugur Þór Þórðarson, þar sem ríflega þriðjungur er jafnframt óánægður með hennar störf. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Fleiri segjast óánægðir en ánægðir með störf Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Þriðjungur segist ánægður með hans störf en 43 prósent eru óánægðir. Sama gildir um Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og eru þar fleiri óánægðir en ánægðir, eða 28 prósent ánægðir og 37 prósent óánægðir. Þrjátíu prósent sveranda segjast ánægðir með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Aðeins færri, eða 28 prósent segjast óánægðir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, rekur lestina. Einungis níu prósent, eða tæplega einn af hverjum tíu er ánægður með hann og mun fleiri eru óánægðir, eða 64 prósent. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta var framkvæmd 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú seinni 5. til 12. febrúar 2021. Svarendur voru 2.029.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira