Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Þetta er bara allur helvítis pakkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 14:02 Styrmir Snær [nr. 34] átti stórbrotinn leik er Þór Þorlákshöfn sótti sigur í Hafnafjörð. Vísir/Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var til umræðu í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds og ekki í fyrsta skipti. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira